fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433

Áfall fyrir West Ham – Carroll og Reid lengi frá

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 12. júlí 2018 18:00

Andy Carroll í leik með West Ham.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það ætlar ekkert að ganga upp hjá framherjanum Andy Carroll sem spilar með West Ham United á Englandi.

Meiðsli hafa margoft sett strik í reikninginn hjá Carroll á ferlinum og spilaði hann aðeins 16 deildarleiki á síðasta tímabili.

Carroll lék með West Ham í æfingaleik gegn FC Winterthur á dögunum og skoraði í 3-2 tapi.

Carroll meiddist á ökkla í þeim leik og þarf nú að fara í aðgerð sem heldur honum frá keppni næstu þrjá mánuðina.

Winston Reid, varnarmaður West Ham, þarf þá einnig að hafa í aðgerð eftir að hafa meiðst á hné á síðasta tímabili.

Reid mun einnig missa af byrjun næsta tímabils og mun ekki spila næstu þrjá mánuðina líkt og Carroll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga