fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
433Sport

Plús og Mínus – Vont kvöld fyrir gömlu Blikana í FH

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 7. maí 2018 21:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var rosalegt fjör þegar Breiðablik heimsótti FH í Kaplakrika í 2. umferð í Pepsi deild karla í kvöld.

Blikar höfðu öll völd á vellinum framan af leik og það var Gísli Eyjólfsson sem kom liðinu yfir undir lok fyrri hálfleiks.

Elfar Freyr Helgason kom liðinu í 2-0 áður en Jonathan Hendrickx skoraði mark úr aukaspyrnu.

Steven Lennon lagaði stöðuna fyrir heimamenn af vítapunktinum og þrátt fyrir talsverða pressu náði FH ekki að skora meira.

Plús og mínus er hér að neðan.

Plús:

Spilamennska Breiðabliks í leiknum var frábær, kröfugur sóknarleikur. Fljótir upp völlinn sem kom FH-ingum í vandræði.

Gísli Eyjólfsson var ískaldur í fyrsta mark leiksins, vippaði snyrtilega yfir Gunanr Nielsen í marki FH. Er Gísli næsti atvinnumaður Íslands?

Willum Þór Willumsson var nokkuð óvænt í byrjunarliði Breiðabliks í leiknum en hann er miklu betri leikmaður en margur gerir sér grein fyrir. Frábær í Krikanum í kvöld.

Mínus:

Gömlu Blikarnir, Guðmundur Kristjánsson og Kristinn Steindórsson voru í miklum vandræðum gegn uppeldisfélaginu. Guðmundur var aldrei í stöðu í hjarta varnarinnar og Kristinn lagði ekkert að mörkum framarlega á vellinum.

Ívar Orri Kristjánsson dómari leiksins var arfa slakur í kvöld, hefði átt að reka Geoffrey Castillion af velli og gaf svo Jonathan Hendrickx gult spjald fyrir að fagna. Ástríða, ekki leyfð.

Davíð Þór Viðarsson leikmaður FH hefur sjaldan og líklega aldrei tapað boltanum jafn oft og í leiknum í kvöld.

Kvöldið var vont fyrir Ólaf Kristjánsson gegn sínu gamla félagi, tapaði í skákinni gegn Ágústi Gylfasyni en FH-ingar voru afar opnir og óskipulagðir í leik sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Palace vann Liverpool í slagnum um Samfélagsskjöldinn

Palace vann Liverpool í slagnum um Samfélagsskjöldinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besta deildin: Dramatískur sigur Vestra

Besta deildin: Dramatískur sigur Vestra
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hélt hann væri ósnertanlegur í vinnunni en fékk svo aðrar fréttir – ,,Ég hélt ég væri mikilvægur“

Hélt hann væri ósnertanlegur í vinnunni en fékk svo aðrar fréttir – ,,Ég hélt ég væri mikilvægur“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Breytti um umræðuefni er hann var spurður út í framtíð Eze

Breytti um umræðuefni er hann var spurður út í framtíð Eze
433Sport
Í gær

Ætluðu að gera hann að dýrasta leikmanni í sögu félagsins – ,,Ekki í boði“

Ætluðu að gera hann að dýrasta leikmanni í sögu félagsins – ,,Ekki í boði“
433Sport
Í gær

Nunez orðinn leikmaður Al Hilal

Nunez orðinn leikmaður Al Hilal
433Sport
Í gær

Bakvörður gæti tekið við af Salah

Bakvörður gæti tekið við af Salah
433Sport
Í gær

Bíða eftir tilboði frá Chelsea

Bíða eftir tilboði frá Chelsea