Hector Bellerin bakvörður Arsenal hefur verið einn af þeim leikmönnum sem hafa spilað illa á þessu tímabili.
Bellerin var ein af vonarstjörnum Arsenal, árið í ár hefur reynst spænska bakverðinum erfitt.
Alan Brazil hjá Talksport segir ástæðuna fyrir því að Bellerin geti ekkert lengur sé að hann hafi ákveðið að gerast vegan.
Brazil segir að Bellerin eigi að troða steik í sig svo að hann fari að geta eitthvað aftur.
,,Komdu steik í magann þinn, borðaðu hana. Það mun hjálpa,“ sagði Brazil.
,,Hann var góður leikmaður, hann er það ekki lengur. ,Ég kenni veganisma hans um það, heldur þú að Diego Costa fái sér salat á sunnudögum.“