fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
433Sport

Félög í Pepsi deildinni hætt að fela bjórinn – ,,Verið að ögra hefðunum og feluleiknum“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 3. maí 2018 11:29

Mynd: Twtitter - Tómas Þór Þórðarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félögin í Pepsi deild karla færðu bjórinn nær hinum almenna stuðningsmanni í fyrstu umferð deildarinnar. Á mörgum völlum mátti sjá bjór í stúkunni, hinn almenni stuðningsmaður getur nú verslað sér öl á sérstökum svæðum á völlum landsins.

Hingað til hefur bjórinn aðeins fengist í reykmettuðum bakherbergjum eins og góður maður orðaði hlutina.

Þessu fagnar Henry Birgir Gunnarsson, íþróttafréttamaður hjá Vísi og Stöð2 Sport.

,,Það sem er áberandi, félögin eru að færa bjórinn nær áhorfendum. Það er einhver mesti tvískinnungur að það sé ekki bjór á íþróttakappleikjum á Íslandi, það er búið að vera bjór alls staðar þar sem þú vilt í mörg ár,“ sagði Henry Birgir í hlaðvarpsþætti Vals sem Benedikt Bóas Hinriksson stýrir.

,,Hann hefur verið svolítið falinn og stundum bara fyrir útvalda, núna sjáum við bjórtjöld. Fjósið hjá Val, frábært og góð stemming. Það er verið að gera vel, mótið þarf þennan meðbyr. Svo þurfa þeir að glíma við HM þynnkuna, ef mótið er ekki meðbyr þegar farið er inn í HM þá verður mótið þungt.“

Liðin í deildinni eru öll að reyna að búa til frábæra stemmingu og það tókst í fyrstu umferð.

,,Það er létt typpakeppni á milli liðanna, hver sé að gera þetta best. Þarna er verið að ögra hefðunum og feluleiknum, svona á þetta að vera. Ef einhver ætlar sér að vera fullur á vellinum, þá´verður hann það. Sama hvort bjórtjaldið sé í fimm eða tíu metra fjarlægð eða fimm kílómetra fjarlægð. Það skiptir ekki neinu máli, með breyttum venjum og menningu. Meirihluti manna getur fengið sér 2-3 bjóra og farið svo heim. Þetta er glæsilegt.“

Smelltu hér til að hlusta á þáttinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fékk óhugnanlegt símtal á versta tíma: Heyrði pabba sinn grátbiðja um hjálp – ,,Ég var nálægt því að æla“

Fékk óhugnanlegt símtal á versta tíma: Heyrði pabba sinn grátbiðja um hjálp – ,,Ég var nálægt því að æla“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Leikmenn United skilja ákvörðun Amorim

Leikmenn United skilja ákvörðun Amorim
433Sport
Í gær

Þekktur maður dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik – Lofaði að skila öllu en stóð ekki við loforðið

Þekktur maður dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik – Lofaði að skila öllu en stóð ekki við loforðið
433Sport
Í gær

Hitti gamlan vin fyrir leikinn í dag – Mætir sínu fyrrum félagi

Hitti gamlan vin fyrir leikinn í dag – Mætir sínu fyrrum félagi
433Sport
Í gær

Ekki lengur með númer hjá félaginu

Ekki lengur með númer hjá félaginu
433Sport
Í gær

Gyokores fær hrós úr óvæntri átt – ,,Einstakur leikmaður“

Gyokores fær hrós úr óvæntri átt – ,,Einstakur leikmaður“