Gunnar Nelson og Aron Einar Gunnarsson eru án efa í hópi allra vinsælustu íþróttamanna þjóðarinnar. Þó þeir stundi sitthvora íþróttina ríkir greinilega mikil virðing á milli þessara tveggja heiðursmanna, að minnsta kosti ef marka má baráttukveðjur sem þeir köstuðu á milli sín á Twitter í dag.
Báðir eru þeir Gunnar og Aron meiddir; Gunnar meiddist á hné um síðustu helgi og af þeim sökum var bardaga hans gegn Neil Magny, sem fara átti fram í Liverpool í lok maí, aflýst. Aron Einar meiddist einnig um liðna helgi, á ökkla og hné, og gekkst hann undir aðgerð.
Aron sagði á Twitter-síðu sinni í dag að aðgerðin hefði heppnast vel en mikil vinna væri framundan.
Gunnar Nelson sendi landsliðsfyrirliðanum baráttukveðjur og sagði: „Góðan bata kafteinn. Hlakka til að sjá þig á HM í Rússlandi. Ef þú vilt kíkja í kaffi þá er ég heima líka með fótinn uppí loftið.“
Aron var greinilega ánægður með kveðjuna og svaraði í kjölfarið: „Takk fyrir kærlega, góðan bata sömuleiðis eg kem í kaffi, getum pantað hjólastól á okkur fyrir framtiðina.“
Gunnar svaraði þá að bragði: „Haha hljómar vel, ég er pro á hjólastól #wheelies“
Aðgerðin gekk vel? mikil vinna framundan..
— Aron Einar (@ronnimall) May 1, 2018