fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
433Sport

Strákarnir í landsliðinu segja að Gylfi geri ekkert annað en að fylgjast með fiskveiðum – Ýkjur að hans mati

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 30. apríl 2018 14:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur margt áhugavert komið fram í þættinum Draumurinn um HM sem Edda Sif Pálsdóttir var með á RÚV. Þættirnir kláruðust um síðustu helgi en þar var rætt við Sverrir Inga Ingason og Jóhann Berg Guðmundsson. Sverrir er iðulega í herbergi með Gylfa Þór Sigurðssyni í landsliðsferðum.

Hann segir að það geti verið þreytt að vera með Gylfa í herbergi þegar hann fer að fylgjast með fiskibátum á Íslandi en Gylfi situr í stjórn félags sem á báta.

,,Gylfi er nokkuð solid, það er svona þegar hann er farin í að fylgjast með fiskibátnum. Það er mjög þreytt, þegar hann er að horfa á sjómennina veiða. Það er ekkert að frétta þarna,“ sagði Sverrir á RÚV.

Jóhann Berg tók í sama streng og segir að Gylfi geri lítið annað heima hjá sér en að fylgjast með veiðum.

,,Vá hvað það er þreytt, úfffff. Ég fer oft heim til hans og þá er hann að horfa á það, það er hræðilegt.“

Gylfi var spurður um málið og segir þá félaga ýkja all hressilega.

,,Maður fylgist aðeins með fyrirtækinu heima og hvernig gengur að veiða en þeir náttúrulega ýkja svo mikið. Sverrir hefur kannski séð mig fylgjast með þessu 2-3 og Jói tekur bara í sama streng.“

Smelltu hér til að sjá þátt helgarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

United byrjað að hóta Antony ef hann ætlar sér ekki að fara

United byrjað að hóta Antony ef hann ætlar sér ekki að fara
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Liverpool líklegt til þess að kaupa tvo miðverði á næstu dögum

Liverpool líklegt til þess að kaupa tvo miðverði á næstu dögum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Búnir að bjóða í Ederson

Búnir að bjóða í Ederson
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Keypti bjóra fyrir 165 þúsund krónur um helgina

Keypti bjóra fyrir 165 þúsund krónur um helgina