Undirbúningur Liverpool fyrir leikinn gegn Roma í Meistaradeildinni á miðvikudag hefur verið truflaður. Leikmenn Liverpool mættu á æfingu í gær og var þá tilkynnt að Zeljko Buvac, helsti aðstoðarmaður Jurgen Klopp, myndi ekki vera meira með á þessu tíambili.
Ekkert var sagt um framhaldið en Buvac er sagður vera heilinn á bakvið hugmyndafræði Klopp.
Þeir léku saman hjá Mainz en hann hefur verið aðstoðarmaður Klopp í 17 ár.
Hann er áfram á launaskrá félagsins en ekkert kemur fram um framhaldið. Ensk blöð segja að samband hans og Klopp hafi verið orðið slæmt og Buvac komi ekki aftur til starfa.
Raphael Honigstein sérfræðingur í þýskum fótbolta segir að Klopp og Buvac hafi oft rifist ansi harkalega. Þeim hafi hins vegar alltaf tekist að ná sáttum, Honigstein útilokar ekki að Buvac snúi aftur til starfa.
Couple of thoughts on Buvac. Him and Klopp have had huge rows before but always made up. This might not be the end of the story. Short term effect is negligible but Klopp will want somebody else to bounce ideas off next season if he doesn’t come back.
— Raphael Honigstein (@honigstein) April 30, 2018