fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433

Jurgen Klopp í vandræðum fyrir leikinn gegn Crystal Palace

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 29. mars 2018 11:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Crystal Palace tekur á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn næsta en leikurinn hefst klukkan 11:30.

Liverpool er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti og situr sem stendur í þriðja sæti deildarinnar með 63 stig á meðan Palace er í sextánda sætinu með 30 stig.

Margir fastamaenn liðsins eru tæpir en þar ber eflaust hæst að nefna þá Emre Can, Joe Gomez og Andrew Robertson.

Þá á læknalið félagsins eftir að meta þá leikmenn sem tóku þátt í æfingaleikjum með landsliðum sínum í vikunni sem leið.

Liverpool mætir Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þann 3. apríl næstkomandi og þarf Jurgen Klopp að taka ákvörðun hvort hann taki áhættu með lykilmenn sína eða hvíli þá um helgina.

Liverpool er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti og má því ekki tapa stigum gegn Palace en samkvæmt Liverpool Echo þá mun Klopp leggja áherslu á leikinn gegn City þegar hann stillir upp um helgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Ættu að ná í 41 árs gamlan leikmann til baka – Fáanlegur á frjálsri sölu

Ættu að ná í 41 árs gamlan leikmann til baka – Fáanlegur á frjálsri sölu
433Sport
Í gær

Segir táninginn hafa gert risastór mistök með valinu – ,,Mun aldrei finna sömu ást og hjá okkur“

Segir táninginn hafa gert risastór mistök með valinu – ,,Mun aldrei finna sömu ást og hjá okkur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Elías Már skrifar undir í Víkinni

Elías Már skrifar undir í Víkinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segist eiga óklárað verk í London

Segist eiga óklárað verk í London
433Sport
Fyrir 2 dögum

Úrslitaleikurinn líklega í Madríd

Úrslitaleikurinn líklega í Madríd
433Sport
Fyrir 2 dögum

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra