fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
433

Heimir: Veðrið þvingaði okkur til þess að spila eins og við áttum að spila í fyrri hálfleik

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. janúar 2018 21:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þeir gáfu okkur mikinn tíma á boltanum í fyrri hálfleik og menn voru að taka of margar snertingar þannig að þetta var ólíkt þeim stíl sem við viljum spila þannig að við vorum ekkert sérlega glaðir með það sem við vorum að gera,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins eftir 6-0 sigur liðsins á Indónesíu í dag.

Það voru þeir Andri Rúnar Bjarnson, Kjartan Finnbogason, Óttar Magnús Karlsson, Tryggvi Hrafn Haraldsson, Hjörtur Hermannsson og Hólmar Örn Eyjólfsson sem skoruðu mörk Ísland í dag en mikil rigning setti svip sinn á seinni hálfleikinn.

„Veðrið og rigningin setti mikinn svip á seinni hállfeikinn en þegar að við fórum að koma boltanum inní teiginn þá fóru hlutirnar að ganga betur hjá okkur. Fótboltinn var ekki upp á marga fiska sökum veðurs í síðari hálfleik en þrátt fyrir það tókst okkur að skora nokkur góð mörk.“

„Við urðum að breyta til út af veðrinu og það mætti kannski segja að það hafi þvingað okkur til þess að spila í síðari hálfleik eins og við áttum að gera í þeim fyrri,“ sagði Heimir m.a.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United horfir til Mbeumo

United horfir til Mbeumo
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arsenal sendir fyrirspurn til Real Madrid

Arsenal sendir fyrirspurn til Real Madrid
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bendir á reglurna sem kemur í veg fyrir fléttuna sem sett var fram

Bendir á reglurna sem kemur í veg fyrir fléttuna sem sett var fram
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta verða árslaun Trent hjá Real Madrid – Ofan á þetta bætist svo slatti

Þetta verða árslaun Trent hjá Real Madrid – Ofan á þetta bætist svo slatti
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kostulegt atvik í enska boltanum – Vardy tók flautuna af dómaranum til að bjarga honum

Kostulegt atvik í enska boltanum – Vardy tók flautuna af dómaranum til að bjarga honum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Staðfest að Trent fer frítt frá Liverpool í sumar

Staðfest að Trent fer frítt frá Liverpool í sumar