fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Rúrik setti nýja mynd á Instagram: Sjáðu hvað hún fékk mörg læk á fyrstu 10 mínútunum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. júní 2018 11:18

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og alþjóð veit hefur Rúrik Gíslason öðlast ótrúlegan fjölda nýrra fylgjenda á Instagram eftir leikinn gegn Argentínu á laugardag. Fylgjendur hans eru 364 þúsund þegar þetta er skrifað og fjölgar þeim með hverri mínútunni sem líður. Áður en að leiknum gegn Argentínu kom væru fylgjendurnir um 30 þúsund.

Rúrik ákvað að halda þessum nýju fylgjendum spenntum og birti hann nýja mynd af sér um ellefu leytið að íslenskum tíma. Á myndinni má sjá Rúrik í baráttunni við Lionel Messi, einn allra besta knattspyrnumann sögunnar. Aðdáendur Rúriks voru ekki lengi að taka við sér og tíu mínútum eftir að hún kom inn voru rúmlega átta þúsund fylgjendur hans búnir að setja „læk“ á hana.

Geri aðrir betur!

Við myndina segir Rúrik að frá því að hann sparkaði fyrst í bolta hafi draumur hans verið að spila fyrir þjóð sína á heimsmeistaramótinu. Sá draumur hafi loksins ræst á laugardag og reynslan verið ótrúleg. „Þetta var erfiður leikur gegn einu besta liði heims en við sýndum úr hverju við erum gerðir. Við erum lið og berjumst fyrir hvorn annan allt til enda.“

 

 

https://www.instagram.com/p/BkKdrqVAhPW/?taken-by=rurikgislason

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“
433Sport
Í gær

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“
433Sport
Í gær

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“