fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Matur

Bakar alltaf ber að ofan: Úr bisness í bakstur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 18:00

Matt er lunkinn í eldhúsinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matt Adlard er 26 ára gamall maður sem er með tæplega fjögur hundruð þúsund fylgjendur á Instagram. Á samfélagsmiðlum gengur hann undir nafninu Topless Baker og er ávallt ber að ofan þegar hann bakar.

https://www.instagram.com/p/BoCWqdLF64R/

Matt ólst upp í litlum bæ á Englandi sem heitir Norwich og hjálpaði foreldrum sínum að reka veitingastað í bænum á uppvaxtarárunum, en faðir hans er Michelin-stjörnukokkur. Matt útskrifaðist úr háskólanum í Birmingham með gráðu í alþjóðaviðskiptum og flutti í kjölfarið til London til að skapa sér nafn í markaðsfræðum.

https://www.instagram.com/p/BiCwGbNFy22/

Það leið ekki á löngu þar sem hann komst að því að markaðsfræði væri ekki fyrir sig og byrjaði að baka í frítíma sínum. Hann æfði sig í heilt ár og tók síðan þátt í baksturskeppni. Honum til mikillar undrunar sigraði hann í keppninni með sítrónutertunni sinni. Eftir sigurinn stakk vinnufélagi hans upp á því að hann myndi opna bloggsíðu. Matt var hrifinn af hugmyndinni en fannst líka mjög gaman að mæta í ræktina. Þannig að hann ákvað að sameina þetta tvennt og baka alltaf ber að ofan.

https://www.instagram.com/p/Bh4YhVVFO3j/

Þetta hefur virkað svona líka vel og hefur hann náð athygli stjörnukokka á borð við Gordon Ramsay, sem fylgir bakaranum á Twitter.

https://www.instagram.com/p/BgZOgbcFRAk/

Ári eftir að Matt opnaði bloggsíðuna Topless Baker var hann orðinn svo vinsæll á internetinu að hann ákvað að hætta í föstu vinnunni sinni og helgaði sig blogginu. Þá er hann einnig með YouTube-rás þar sem hann birtir myndbönd vikulega.

Það er unun að horfa á Matt vinna því hann er svo ofboðslega fær í að skreyta kökur og er einkar laginn í að fríska upp á hefðbundnar uppskriftir.
Matt býr með kærustu sinni og hundi í Norwhich en ferðast regulega til London til að taka upp myndbönd fyrir YouTube-rásina.

https://www.instagram.com/p/BmqzaixlPDC/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
16.06.2025

ÓX hlýtur græna Michelin stjörnu – Hosiló bætist við staði sem Michelin mælir með

ÓX hlýtur græna Michelin stjörnu – Hosiló bætist við staði sem Michelin mælir með
Matur
15.06.2025

Þess vegna má ekki skola hráan kjúkling

Þess vegna má ekki skola hráan kjúkling
Matur
18.04.2025

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa
Matur
17.04.2025

Rjómaostakúla með pekan og trönuberjum

Rjómaostakúla með pekan og trönuberjum
Matur
19.01.2025

Draumabitar Láru

Draumabitar Láru
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
13.11.2024

Brauðtertunni fagnað með Íslandsmótsverðlaunahöfum og veglegri uppskriftabók

Brauðtertunni fagnað með Íslandsmótsverðlaunahöfum og veglegri uppskriftabók
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“