fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Matur

Varð fyrir aðkasti í matvöruverslun: Ástæðan er ótrúleg

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 23. desember 2018 16:00

Ian Somerhalder hefur sterkar skoðanir á mataræði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Ian Somerhalder, sem er hvað þekktastur fyrir að leika í sjónvarpsþáttunum The Vampire Diaries, birti langa færslu á Instagram fyrir stuttu eftir að hann varð fyrir aðkasti út í matvörubúð.

„Kona stoppaði mig í búðinni og sagði að hún hefði aldrei séð búðarkerru eins og mína. Ég sagði að ég hefði aldrei ekki séð svona búðarkerru þegar ég fer í búðina. Nokkrir aðrir sögðu þetta sérstaka sjón! Hvað í andskotanum? Sérstök sjón? Ég er í matvöruverslun. Þetta er matur. Þetta lét mig hugsa og gerði mig reiðan,“ skrifar leikarinn en með færslunni fylgja tvær myndir af innkaupakerrunni hans sem er stútfull af hollum mat.

https://www.instagram.com/p/Bri1VifBPEM/

Ian hefur ekki setið á skoðunum sínum um matvælaiðnaðinn og segir í færslunni að fólk sé stanslaust að væla yfir hvað það kosti að leita á náðir heilbrigðiskerfisins í Bandaríkjunum.

„Samt eitrar almenningur fyrir sér á hverjum degi með ömurlegu fæðuvali. Matur er lyf og lyf eru matur. Það er staðreynd. Ef við viljum að heilbrigðiskerfið okkar breytist verðum við að verða heilbrigðari. Hvernig hljómar það? Rökrétt, ekki satt?“ skrifar Ian og furðar sig á uppákomunni í versluninni.

„Ég vil ekki hljóma eins og fáviti eða predikari en hvernig gengur það upp að fullorðið fólk í stórri bandarískri borg hefur aldrei séð innkaupakerru sem er full af eðlilegum og hollum mat sem er allur grænn og óunninn. Við höfum gengið svo langt í pökkuðum og „hentugum“ mat að þjóðfélagið okkar borgar brúsann og líka framtíðin okkar. Enginn í ríkisstjórninni er að hjálpa okkur að vera heilbrigðari í gegnum menntun. Af hverju ættu þeir að gera það? Veikt fólk er frábært fyrir bisnessinn.“

Við verðum að taka ábyrgð

Leikarinn heldur áfram og minnist á að hann hafi verið alinn upp af einstæðri móður sem hafa ávallt passað upp á mataræðið og hreyft sig reglulega. Hann sér enga ástæðu fyrir því að fólk hugsi ekki vel um sig.

„Hvernig getum við ekki séð að hamingjusamt og heilbrigt fólk skapar hamingjusaman og heilbrigðan heim. Það er erfitt að sjá það í gegnum móðu af lyfseðilsskyldum lyfjum, orkudrykkjum og sterkum svefntöflum. Það er erfitt, ég veit það, en það er kominn tími til að breytast. Þú myndir ekki setja vitlaust eldsneyti á bílinn þinn þannig að af hverju seturðu vitlausan mat ofan í þig? Við VERÐUM að taka ábyrgð á því sem við setjum ofan í okkur, og það strax. Við getum það,“ skrifar hann.

Margir á Instagram eru sammála Ian á meðan aðrir halda því fram að ekki sé hægt að hugsa vel um sig á lágmarkslaunum. Hvað sem því líður þá er margt sem leikarinn segir sem er umhugsunarvert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum