fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Matur

Missti 65 kíló á ketó mataræðinu: Leitaði í mat til að jafna sig á móðurmissi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 16. desember 2018 11:00

Nýtt líf Nicki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég missti móður mína þegar ég var þrettán ára, en það var ekki fyrr en snemma á þrítugsaldrinum sem ég gerði mér grein fyrir að ég leitaði í mat til að jafna mig á missinum,“ segir kona að nafni Nicki Kirton í pistli á vefsíðunni Women’s Health.

„Ég var bæði mjög ástfangin og alltof þung“

Nicki segir að rofað hafi til í hausnum hennar þegar hún fór á fund hjá Overeaters Anonymous, OA, árið 2014.

https://www.instagram.com/p/Bqi917BAAEV/

„Ég var 170 kíló og þó að stuðningsnetið og það að ég þyrfti að bera kennsl á vandamálið mitt með mat hjálpaði mér að hefja ferlið mitt í átt að þyngdartapi (ég missti 35 kíló með því að telja kaloríur), þá var þetta bara tímbaundin lausn,“ segir Nicki. „Stuttu eftir að ég missti þessi kíló fékk ég vinnu við skrifborð og hitti elskhugann minn – og áður en ég vissi af var ég orðin160 kíló. Ég hreyfði mig ekki og fyrst að stefnumótin okkar snerust um að fara út að borða þá fékk ég mér alltof mikið og missti stjórn á þyngdinni aftur.“

Á þessum tímapunkti fann Nicki að hún þyrfti að breyta um lífsstíl.

„Ég var bæði mjög ástfangin og alltof þung – og ég vissi að eitthvað þyrfti að breytast.“

https://www.instagram.com/p/BqTPwspA7Fc/

Pabbi fór líka á ketó

Á þessum tíma kynnti vinur hennar hana fyrir ketó mataræðinu, sem snýst um að borða mikla fitu en nánast engin kolvetni. Nicki stökk á vagninn og byrjaði á ketó mataræðinu þann 18. september í fyrra. Hún segir það hafa verið erfitt í fyrstu að skera kolvetni úr mataræðinu.

„Ég átti erfitt með að endurhugsa það sem var orðið normið mitt. Ef ég varð svöng til dæmis gat ég ekki lengur bara búið til samloku. Át snerist ekki um þægindi lengur en eftir að ég léttist um fyrstu níu kílóin þá hvatti það mig til að halda áfram á mataræðinu,“ segir Nicki og bætir við að stuðningsnetið hennar hafi hjálpað henni með lífsstílsbreytinguna.

https://www.instagram.com/p/Bp2HmM_g4do/

„Vinir mínir voru nærgætnir þegar kom að lífsstílnum mínum og kærastinn minn borðar allar ketó máltíðir sem ég elda með gleði. Faðir minn byrjaði einnig á mataræðinu með mér og er búinn að léttast um 45 kíló þannig að ég er ekki ein á þessari vegferð.“

„Það er ekki til einhver töfrapilla“

Nicki segist hafa sleppt öllum svindldögum eftir að hún byrjaði á ketó mataræðinu.

„Ég er stanslaust að standast freistinguna um að oféta og af þeirri ástæðu get ég ekki fengið mér svindlmáltíðir eða svindldaga því þeir breytast í svindlvikur,“ segir hún. „Það þýðir samt ekki að ég láti aldrei neitt eftir mér en ég hef fundið nýtt, hollt, ketó snarl til að fá mér og bara þegar mig þyrstir virkilega í eitthvað.“

Þegar Nicki var búin að léttast um 34 kíló á ketó mataræðinu byrjaði hún að hreyfa sig reglulega. Hún þakkar mataræðinu fyrir öll kílóin sem hún er búin að missa en hreyfingunni fyrir góða heilsu.

https://www.instagram.com/p/BpR2L3fA8Fj/

„Í fyrsta sinn sem ég léttist æfði ég mjög stíft í fjórar til fimm vikur og forðaðist svo ræktina næstu sex vikurnar. Nú hef ég fundið hreyfingu sem mér líkar við: Ég fer í hot jóga því ég elska hvernig það hefur styrkt kviðinn og minnkað mittismálið og hlaup er mín eftirlætis hreyfing. Ég hljóp fimm kílómetra í sumar, tíu kílómetra í október og æfi nú fyrir aðra tíu kílómetra í maí. Eftir það hleyp ég hálfmaraþon í Manitoba í júní.“

Nicki er í dag búin að léttast um 65 kíló en það var alls enginn dans á rósum.

„Þetta var mikil vinna og ég þurfti að vera ákveðin. Það er ekki til einhver töfrapilla,“ segir hún.

https://www.instagram.com/p/Bo_10OOgpOn/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa