fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
FréttirLeiðari

Fórnfúsar björgunarsveitir

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 8. nóvember 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarsveitirnar hafa nýlokið sölu á Neyðarkallinum, sem er ein mikilvægasta fjáröflun þeirra. Það er hefð fyrir því að forseti Íslands hefji söluna ásamt maka sínum. Þjóðhöfðinginn á einmitt að sýna í verki að hann styðji björgunarsveitirnar og landsmenn hafa örugglega tekið Neyðarkallinum jafn vel þetta árið og þeir hafa gert undanfarin ár. Björgunarsveitirnar vinna mikilvægt og óeigingjarnt starf og hafa á liðnum árum bjargað ótal mannslífum. Með því að kaupa Neyðarkallinn er þjóðin að þakka fyrir sig, um leið og hún veit fullvel að vart er hægt að þakka björgunarsveitunum nógsamlega.

Þjóðin var svo nýlega enn minnt á mikilvægi björgunarsveitanna þegar fréttir bárust af tveimur rjúpnaskyttum á Snæfellsnesi sem ekki höfðu skilað sér til byggða. Björgunarsveitir fundu þær eftir langa og mikla leit. Annar mannanna sagði að þeir hefðu ekki lifað af aðra nótt á fjöllum. Stuttu síðar bárust fréttir af því að björgunarsveitir hefðu náð manni úr sjálfheldu í Gunnólfsvíkurfjalli en þar var hann í 200 metra hæð með tveimur hundum sem héldu á honum hita. Fréttir eins og þessar koma aldrei alveg á óvart, við vitum að við getum alltaf átt von á þeim.

Íslensk náttúra er ægifögur en getur verið hrikaleg og hættuleg. Þar er stundum auðvelt að villast og ekki komast menn ætíð af sjálfsdáðum til byggða. Í nýútkominni bók, Hrakningar á heiðavegum, er birt safn gamalla frásagna af fólki sem villtist á heiðum og öræfum og ekki lifðu allir það af. Þá, eins og nú, lögðu fórnfúsir einstaklingar upp í leit ef vitað var af fólki í villum. Þá var óhægara um vik en nú er, menn báru ekki á sér síma eða önnur tæki sem gagnleg geta verið, og leitin var hættuleg óvissuferð.

Á öllum tímum er til fólk sem er reiðubúið að leggja sig í hættu við að bjarga öðrum. Í björgunarsveitunum er ósérhlífið fólk sem telur ekki eftir sér að fara út í hið versta veður, á hvaða tíma sólarhringsins sem er og leita náungans. Þetta sama fólk skilar svo ekki reikningi þar sem yfirvinna, kvöld- og næturvinna, helgarvinna og helgidagavinna er tíunduð. Nei, þarna er unnið af fórnfýsi í sjálfboðavinnu.

Björgunarsveitarmaðurinn Þór Þorsteinsson sagði á Facebook-síðu sinni: „Ég er ákaflega stoltur af að vera hluti af þessari heild sem hugsar í lausnum en ekki vandamálum, með samvinnu en ekki sérhagsmuni að leiðarljósi.“

Þessi orð ættu ráðamenn landsins að hafa í huga og leitast við að starfa samkvæmt þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat