fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Guðbjörn fór í krabbameinsmeðferð til Bandaríkjanna og eignaðist bónusforeldra í leiðinni

Auður Ösp
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 09:00

Einstök kynni tókust á íslensku vinunum tveimur og bandarísku hjónunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum í stöðugum samskiptum við þetta fólk ennþá í dag og við lítum á þau sem fjölskylduna okkar,“ segir Guðbjörn Jóhann Kjartansson. Guðbjörn Jóhann greindist með sjaldgæfa tegund krabbameins í byrjun árs 2018. Meinið var þess eðlis að hann þurfti að gangast undir aðgerð í Bandaríkjunum. Tilviljun réð því að hann kynntist hjónum í ferðinni sem áttu eftir að marka djúp spor í líf hans.

Bandaríski fréttamiðilinn The Indianapolis Star ræddi við Guðbjörn á dögunum, um förina til Bandaríkjanna og vináttutengslin sem þar urðu til.

Árið 2017 fékk Jóhann átta sinnum lungabólgu og kenndi reykingum um. Hann drap í seinustu sígarettunni á gamlárskvöld þar ár, en engu að síður var hann áfram með stöðugan hósta og brjóstverki. Einkennin áttu aðeins eftir að versna og eftir að Jóhann fór að finna fyrir svima hætti honum að lítast á blikuna. Í janúar 2018 var hann greindur með sjaldgæfa tegund krabbameins sem nefnist á íslensku illkynja kímfrumuæxli. Meinið var staðsett á milli hjartavöðvans og bringubeinsins og reyndist vera hraðvaxandi.

„Vikan þar á undan var sú versta í lífi mínu. Það gekk svo langt að ég reyndi að svipta mig lífi vegna þess að ég var sannfærður um að ég væri að fara að deyja,“ segir Jóhann en fljótlega eftir greininguna byrjaði hann í strangri lyfjameðferð.

Bláókunnugur maður

Í kjölfarið var ákveðið að Jóhann myndi gangast undir meðferð sérfræðinga á IU Health-háskólasjúkrahúsinu í Indiana. Honum leist illa á að fjölskyldan fylgdi honum í áhættusama skurðaðgerð til Bandaríkjanna og því varð úr að besti vinur hans, Sindri Már Smárason, fór með honum vestur um haf.

Þegar félagarnir keyrðu inn í Indianapolis fyrsta daginn tóku þeir eftir Victory Field-leikvanginum, heimavelli Indians sem er  hafnaboltalið borgarinnar. Guðbjörn nefndi þá að hann myndi gjarnan vilja heimsækja kirkju í Bandaríkjunum. Þeir fóru upp á hótel, tóku upp úr töskunum og héldu svo út í göngutúr. Skyndilega urðu þeir varir við hávær fagnaðarlæti, lúðrasveitarmars og í loftinu var angan af poppkorni og pylsum.

Þeir gengu á hljóðið og lyktina og enduðu á sama stað og þeir höfðu keyrt fram hjá fyrr um daginn, hafnaboltaleikvanginum Eftir þónokkurt hik ákváðu félagarnir að gefa sig á tal við ókunnugan mann sem stóð fyrir utan hlið vallarins, og spyrja hann hvernig þeir gætu hugsanlega nálgast miða á leikinn.

Maðurinn reyndist vera Tom Sipes, heimamaður og mikill áhugamaður um hafnabolta. Og hann gerði meira en að gefa piltunum ráð; hann gaf þeim ókeypis miða á leikinn og bauð þeim jafnframt að setjast hjá honum og vinahjónum hans, þeim Jerry og Christinu Tiller.

Í samtali við miðilinn lýsir Christina einnig fyrstu kynnum sínum af íslensku piltunum tveimur. „Þeim fannst alveg magnað að bláókunnugur maður væri að bjóða þeim á leikinn,“ segir hún en hún ætlaði varla að trúa því að Guðbjörn væri án fjölskyldu sinnar í Bandaríkjunum. Það fannst henni algjörlega ótækt.

Í kjölfarið stungu hjónin upp á að vinirnir tveir myndu borða með þeim kvöldverð kvöldið fyrir aðgerðina, og fylgja þeim síðan í kirkju. Við matarborðið minntist Guðbjörn Jóhann á að þetta gæti orðið hans seinasta máltíð.

Vinirnir gæða sér á alvöru amerískum hamborgara

Svar Christinu var hins vegar á þessa leið: „Nei. Við komum aftur hingað þegar þú ert búinn í aðgerðinni.“

Mætt um leið og aðgerðinni lauk

Daginn eftir gekkst Guðbjörn undir fjögurra klukkustunda langa skurðaðgerð á sjúkrahúsinu. Christina var mætt á sjúkrahúsið um leið og aðgerðinni lauk og stóð þétt við hlið hans næstu daga; kom alltaf til hans í hádeginu og svo aftur á kvöldin.

Christina var mætt á sjúkrahúsið um leið og aðgerðinni lauk og vék ekki frá Guðbirni næstu daga„Christina er búin að reynast mér sem móðir,“ segir Guðbjörn en eftir að hann var útskrifaður af sjúkrahúsinu gistu þeir vinir hjá Tiller-hjónunum í rúmlega viku. Þau hafa verið í stöðugu sambandi eftir það.

Í samtali við blaðamann DV segist Guðbjörn allur vera að koma til. „Ég er bara góður í dag, er allur á batavegi og það sem virðist vera erfiðast að fá til baka er þolið. En ég vinn mína vinnu samt sem áður. Það virðist allt vera á góðri leið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki