fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
Fréttir

Eldur í bifreiðum í Garðabæ og Mosfellsbæ

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 05:12

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um eld í bifreið í Mosfellsbæ og um klukkan 22.30 var tilkynnt um eld í bifreið í Garðabæ. Slökkvilið slökkti eldana en í tilkynningu frá lögreglunni kemur ekkert fram um eldsupptök.

Ökumaður var handtekinn í Kópavogi á ellefta tímanum í gærkvöldi en hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Ökumaðurinn og farþegi í bílnum eru grunaðir um vörslu fíkniefna.

Um miðnætti var ökumaður handtekinn í hverfi 108 en hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Farþegi í bifreiðinni er grunaður um vörslu fíkniefna.

Skömmu fyrir klukkan tvö í nótt var enn einn ökumaðurinn handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna en sá var á ferð í hverfi 108. Hann reyndist einnig vera sviptur ökuréttindum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur að árið verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu

Telur að árið verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ölvun og líkamsárásir í tengslum við skemmtanahald í Árbæ

Ölvun og líkamsárásir í tengslum við skemmtanahald í Árbæ