fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Þórhallur lést einungis 25 ára: „Fólk deyr eins og blóm á hausti í kringum þessa gaura“

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 3. ágúst 2018 10:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhallur Birkir Lúðvíksson lést þann 22. júlí síðastliðinn á Akureyri, einungis mánuði eftir að hann varð 25 ára. Hann lést af völdum fíkniefna, líkt og allt of mörg ungmenni undanfarið. Föðurbróðir hans, Einar Gunnlaugsson, skrifaði á dögunum minningargrein á Facebook sem hefur vakið athygli. Í samtali við DV kallar Einar eftir aðgerðum stjórnvalda til að draga úr dauðsföllum að völdum fíkniefna.

„Þessi yndislegi drengur sem er bróðursonur minn er fallinn frá aðeins 25 ára gamall, hann féll fyrir fíkninni sem enginn eða fáir villja trúa að ekki sé hægt að snúa til baka úr, fíknin er alvarlegur sjúkdómur sem getur dregið hið besta fólk til dauða, það veit enginn fyrr en reynir á hversu djöfullegt er að falla í þá fíkn sem líkami okkar kann ekki alltaf að gefa okkur sjálfstæði og kraft til þess að takast á við með okkur sjálfum. Aldrei mun þessi yndislegi drengur hverfa burt úr minni minningu sem hið besta skinn og besti vinur minn og barna minna,“ segir Einar í minningargreininni.

Einar segist ætla að helga lífi sínu að berjast végestinum sem fíkniefni eru. „Við það illa sem gefur þessum börnum okkar greiða leið inn í þann heim sem frændi minn leiddist inn í og dró hann til dauða mun ég helga mitt líf héðan í frá og vona ég að ég fái styrk frá fólki til þess að takast á við þær sorgir sem gætu falist í því að venjulega fólkið geri eitthvað í þvi að gera líf okkar foreldra áhyggju minna af blessuðum börnunum okkar. Tökum höndum saman og eiðum þessum vágesti burt úr lífi okkar hér í litla bænum okkar Akureyri með handafli ef ekki gengur að gera það á annan veg. Verði þessum óvættum sem telja það lífsviðurværi fyrir sjálfa sig að díla með slíka hluti gróðavænlegra þá er það alger misskilningur. Dauðinn bíður þessa fólks á einn eða annan veg,“ skrifar Einar.

Í samtali við DV ítrekar Einar að hann eigi ekki við að hann ætli að lúskra á fíkniefnasölum, hann vilji fyrst og fremst þrýsta á lögreglu og stjórnvöld að bregðast við. „Það má túlka þetta eins og ég sé að fara í hernað með baseball kylfu. Svo er ekki. En ég ætla að láta heyra í mér á komandi tímum. Ég á ekki orð yfir því hvernig þetta fái að þrífast í litla bænum Akureyri, í húsum sem eru jafnvel í eigu bæjarins. Það er ekkert gert. Ekki neitt. Fólk deyr eins og blóm á hausti í kringum þessa gaura,“ segir Einar.

Hann bendir á að á þessu ári hafi í það minnsta 15 manns látist af völdum fíkniefna meðan banaslys í umferðinni voru talsvert færri, sex á fyrstu fjórum mánuðum ársins. „Ef þessi fjöldi ungmenna hefði dáið í umferðinni á Glerárgötunni, þá væri búið að setja milljónir í að laga Glerárgötuna. En vegur lífsins fær ekki nokkur einasta pening. Það er verið að loka meðferðardeildum. Það eru engin meðferðarúrræði fyrir þessi grey. Eins og með frænda minn, ég ætla ekki að gera hann saklausan, hann hefur verið neytandi í gegnum tíðina. En hann hefur viljað hætta, tekið sig á og reynt það. En það eru engin langtímaúrræði til. Jú, eitthvað er til, en það er ekki pláss og enginn peningur settur í þetta. Meðan þjóðfélagið okkar leyfir þessum dílerum að vera hérna þá er uppsprettan algjörlega til staðar. Það þarf að svæla þá burt með einhverjum ráðum,“ segir Einar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“