fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Brynjar kemur Guðmundi Bakþankahöfundi til varnar: „Nú þarf sjálfsagt að reka manninn og útskúfa í nafni rétthugsunar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. ágúst 2018 11:36

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Guðmundur Brynjólfsson, pistlahöfundur á Fréttablaðinu, sé að verða fyrir árásum af hendi rétthugsunarliðs sem hafi glatað kímnigáfunni. Skrautlega orðaðir Bakþankar Guðmundar um Reykjavíkurmaraþonið, aftan á Fréttablaðinu í gær, vöktu athygli og margir fordæmdu þá. Var Guðmundur meðal annars sakaður um fitusmánun og kvenfyrirlitningu.

Guðmundur er þekktur skáldsagnahöfundur sem býr á Eyrarbakka. Hann er auk þess menntaður guðfræðingur og starfar sem djákni. Meðal skrautlegra lýsinga Guðmundar í pistlinum voru eftirfarandi:

„Ég leit aðeins til Reykjavíkur í fyrradag, rétt um miðjan daginn, þegar síðustu svínfeitu kerlingarnar voru að renna sér fótskriðu, í eigin lýsi, í mark í einhverri hlaupavegalengd sem var þeim ofviða. Lærin á þeim eins og ormétin fírkantstré, dragandi rass og keppi. Álengdar, hvetjandi, stóðu stútungs karlar í andnauð, pungsveittir með blóðrisa geirvörtur, þrútnir af áreynslu með síma á lofti að mynda sjálfa sig með þátttökupening um háls og skúturnar sínar sem stundu sig yfir marklínuna. Til léttis því fólki sem hafði snemma í vor, líklega í ölæði, tekið að sér að snara peningum yfir hálsinn á hlaupadýrunum.“

Meðal þeirra sem gagnrýndu skrifin voru Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu. Hún spurði hvort ekki væri allt í lagi með Guðmund og skrifaði: Á þetta að vera fyndið? Eða tilraun höfundar til að sýna hvað hann kann mörg flott íslensk orð og er góður í myndlíkingum, á kostnað feitra?“

Brynjar Níelsson skrifar eftirfarandi færslu um málið:

 

Bakþankahöfundur á Fréttblaðinu notaði ýmis skemmtileg blæbrigði tungunnar til að lýsa dugnaðarfólki í allskonar ástandi sem leggur á sig löng hlaup til stuðnings góðu málefni. Þeir sem ekki sjá fegurðina í því hversu ólík við erum í laginu og alls ekki mikilvægi kímnigáfunnar risu auðvitað upp á afturfæturna. Nú þarf sjálfsagt að reka manninn og útskúfa í nafni rétthugsunar.

Las viðtal í blaði við unga konu úr lista og menningarheiminum sem hafði áhyggjur af því að rétthugsun væri að drepa alla kímnigáfu og skopskyn. Þegar fólk af vinstri vængnum hefur orðið áhyggjur af því er örugglega rétt að staldra við.

Bráðum verður það þannig að eingöngu ellilífeyrisþegar, eins og Baldur Hermannsson, þori að slá á létta strengi og bjóða rétthugsuninni birginn. Enginn rekur þá. Nú er bara að vona að Baldur lifi sem lengst svo maður nenni að opna fésbókina öðru hvoru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat