Fréttir

Rás 2 virðir Guðna Má ekki viðlits: „Ég skrifaði þeim tvisvar – í hvorugt skiptið var mér svarað“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 7. júlí 2018 21:14

Flestir þekkja til Guðna Más Henningssonar, eins ástsælasta úrvarpsmanns landsins. Guðni Már gekk til liðs við Rás 2 árið 1994 og starfaði þar meira og minna allar götur síðan þá, allt þar til síðasta vetur er hann sagði upp og flutti til Kanaríeyja. Undanfarin ár sá Guðni um þáttinn Næturvaktina.

Guðni Már verður á Íslandi um næstu jól og áramót og datt í hug að bjóða sínum gamla vinnustað fram krafta sína í jólafríinu. Boði hans hefur hvorki verið tekið né hafnað – því hefur einfaldlega ekki verið svarað eins og kemur fram í eftirfarandi stöðufærslu Guðna á Facebook:

Ég ætla að varpa einni léttri djúpsprengu hérna. Ég verð á Íslandi yfir jól og áramót. Ég skrifaði Rás 2 og bauð þeim að ég tæki jólaþátt og nýársnæturvakt. Ég skrifaði þeim tvisvar. Í hvorugt skiptið var mér svarað þannig að þetta er úr sögunni. Kannski sem betur fer.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum
Dauði Denise
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn H. rukkar 500 þúsund fyrir um viku gistingu í 60 fermetra íbúð – Nóttin á 61 þúsund

Kristinn H. rukkar 500 þúsund fyrir um viku gistingu í 60 fermetra íbúð – Nóttin á 61 þúsund
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan ruddist inn á Hótel Adam: Eiganda gert að rýma hótelið

Lögreglan ruddist inn á Hótel Adam: Eiganda gert að rýma hótelið