fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Grétar og Kristbjörn eru 500 km frá Volgograd og þurfa að koma Lödunni á verkstæði

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 18. júní 2018 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagarnir Grétar Jónsson og Kristbjörn Hilmir Kjartansson þurfa að koma Lada Sport jeppanum sínum á verkstæði. Líkt og DV greindi frá í síðustu viku þá ákváðu þeir félagarnir, sem leigja saman, að keyra til Rússlands á Lödu Sport árgerð 2010 sem er máluð í íslensku fánalitunum.

Þeir lögðu af stað frá höfuðborginni til Seyðisfjarðar 5.júní og tóku Norrænu til Danmerkur. Þaðan keyrðu þeir í gegnum Þýskaland, Pólland, Litháen, Lettland og inn í Rússland. „Þetta gekk allt eins og í sögu. Það voru engin vandamál. Bíllinn keyrði vel og við urðum ekkert tæpir í líkamanum eftir alla keyrsluna,“ sagði Kristbjörn í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þeir Kristbjörn og Grétar komust til Moskvu á leik Íslands og Argentínu en það var hægara sagt en gert að keyra í gengum Moskvu. „Það er algjör bilun.“

„Umferðin þarna. Það er ekki hægt að lýsa henni. Við vorum tvo og hálfan tíma að keyra 20 kílómetra á milli hótel. Það er rosaleg umferð og þeir eru ekkert tillitssamir í umferðinni Rússarnir heldur. Maður þarf að keyra ansi greitt til að verða ekki bara stopp,“ segir Kristbjörn.

Ladan þarf nú að komast á verkstæði. „Kælingin á vélinni er farin þannig að við viljum ekki vera í umferð, þá bræðir hann úr sér. Svo ætluðum við að tjékka olíunni og bæta á vatnið þá sleit ég vírinn til að opna húddið þannig að ég get ekki gert neitt,“ segir Kristbjörn.

Nú eru þeir félagarnir komnir til bæjarins Tambov, 500 kílómetrum frá Volgograd þar sem Ísland spilar við Nígeríu á föstudaginn. „Það talar enginn stakt orð í ensku en við ætlum að reyna að finna verkstæði, eða þá Löduumboðið, þau eru út um allt og biðja þá um aðstoð.“

Grétar og Kristbjörn eru nú í bænum Tambov sem er mitt á milli Moskvu og Volgograd. Skjáskot af vef Google Maps.

Kristbjörn gerði ráð fyrir vandamálum með bílinn mun fyrr. „Hann er að standa sig og þetta er búið að vera mun þægilegra og betra en ég hafði áætlað.“

Bílinn vekur mikla athygli hvert sem hann fer enda er íslenska landsliðið á allra vörum. „Hann hefur vakið gríðarlega athygli. Rússarnir eru rosalega hrifnir af þessu, að við höfum farið á Lödu Sport, eða Nivu eins og þeir kalla þetta.“ Þeir eru þegar búnir að tala við 30-40 fjölmiðla í Rússlandi sem vildu hitta okkur í Moskvu. „Við höfum ekki tíma í það, við viljum bara horfa á leikinn og njóta. Þannig að það kom upp brandari hjá okkur að bjóða bara til blaðamannafundar,“ segir Kristbjörn. Það fór sem svo að vinkona Grétars skipulagði fyrir þá blaðamannafund í Scandinavia Club í Moskvu. „Það mættu 10-15 blaðamenn og sjónvarpsmyndavélar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki