fbpx
Fréttir

Með eða á móti hvalveiðum: Rannveig er á móti, Svanur er með

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 13. maí 2018 13:30

Með: Svanur Guðmundsson

Svanur Guðmundsson

Hvalir eru hluti af vistkerfi hafsins sem við mennirnir reynum að nýta af skynsemi. Jafnvægi ríkir í kerfunum meðan nýting er skynsamleg, að tekið sé tillit til endurnýjunar stofna, tegundir sem lifa á öðrum stofnum fái sitt og fjölbreytileiki sé tryggður. Þetta höfum við náð að gera hér á landi eftir tilkomu kvótakerfisins og erum að fóðra milljónir manna með fisk úr okkar vistkerfi. Hvalir veiða af okkar veiðistofnum og taka meira en við Íslendingar veiðum.

Hvalirnir fjölga sér ört við Ísland enda hafa flestir stofnar stækkað við Ísland vegna skynsamlegrar nýtingar og of lítið er veitt af sumum tegunda hvala. Nóg hafa þeir ætið. Öfgasamtök hafa barist gegn sölu á kjöti og þannig skaðað markaðsstarf á hvalkjöti. Vissulega eru einhverjar hvaltegundir á einhverjum svæðum í hættu í heiminum en þær hvaltegundir sem við veiðum og nýtum eru langt frá því að vera í útrýmingarhættu og eru vannýttar.

Offjölgun þeirra leiðir til skekkju í vistkerfinu sem skaðar alla skynsamlega nýtingu fiskistofna sem við Íslendingar byggjum okkar afkomu á.

 

Á móti: Rannveig Grétarsdóttir, forstjóri Eldingar

Rannveig Grétarsdóttir

 

Þó svo að hvalveiðar séu mikilvægur hluti af sögu okkar íslendinga þá eru að mínu mati hvalveiðar árið 2018 tímaskekkja.  Skilningur á hvalveiðum er lítill í alþjóðasamfélaginu og áhugi á hvalaafurðum nánast enginn.

Hrefnuveiðar munu aldrei ganga í nálægð hvalaskoðunarsvæðanna þar sem hrefnan er sá hvalur sem hvalaskoðun á Íslandi er byggð á.

Því hafa hrefnuveiðar haft bein áhrif á gæði og ímynd hvalaskoðunarferða á Íslandi. Langreyðaveiðar hafa áhrif á ímynd landsins og valda útflutningsgreinunum vandræðum í sölu á íslenskum afurðum. Það verður seint eða aldrei skilningur á veiðum á langreyð í alþjóðasamfélaginu þar sem sá hvalur er ennþá talinn í útrýmingarhættu. Við ættum ekki að láta þjóðarstoltið flækjast fyrir okkur þegar kemur að því að taka skynsamlegar ákvarðanir um að hætta hvalveiðum fyrir fullt og allt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Mikið annríki hjá lögreglunni – Þetta gerðist í þínu hverfi – Yfirlit

Mikið annríki hjá lögreglunni – Þetta gerðist í þínu hverfi – Yfirlit
Fréttir
Í gær

Dóttir Sifjar var vistuð í fangaklefa í geðrofi: „Erfiðasta sem ég hef upplifað að horfa upp á litlu stelpuna mína í þessum aðstæðum“

Dóttir Sifjar var vistuð í fangaklefa í geðrofi: „Erfiðasta sem ég hef upplifað að horfa upp á litlu stelpuna mína í þessum aðstæðum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sagðir hafa stolið vélum og tækjum fyrir milljónir: „Lögreglan er alveg getulaus í þessu“

Sagðir hafa stolið vélum og tækjum fyrir milljónir: „Lögreglan er alveg getulaus í þessu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svala hefur unnið eins og skepna en fór fyrst til útlanda nýlega: „Finnst ég ekki hafa fengið neina umbun fyrir að standa mig vel“

Svala hefur unnið eins og skepna en fór fyrst til útlanda nýlega: „Finnst ég ekki hafa fengið neina umbun fyrir að standa mig vel“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar vill búa í hjólhýsi; segir fordóma ríkja gagnvart því

Einar vill búa í hjólhýsi; segir fordóma ríkja gagnvart því
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svæsið klám í Reykjadal – Tóku upp myndskeið á vinsælli gönguleið fyrir ofan Hveragerði og á hóteli

Svæsið klám í Reykjadal – Tóku upp myndskeið á vinsælli gönguleið fyrir ofan Hveragerði og á hóteli