fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Amman vingaðist við konu sem líkist henni – Myrti hana, stal persónuskilríkjum hennar og er á flótta

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. apríl 2018 19:00

Lois Riess. Mynd/Bandaríska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar myndir eru skoðaðar af Lois Riess þá er ekki annað að sjá en að hér sé um grandvara eldri konu að ræða en hún er 56 ára amma sem kemur frá litlum bæ í Bandaríkjunum. En það er einmitt þetta „ömmuútlit“ hennar sem gerir hana enn hættulegri að sögn lögreglunnar.

Hennar er nú leitað um öll Bandaríkin eftir að hún lét sig hverfa frá heimili sínu í Minnesota en þar fannst eiginmaður hennar skotinn til bana. Riess hélt þá til Flórída. Lögregluna grunar að þar hafi hún vingast við konu, sem líkist henni mikið, og síðan drepið hana og stolið skilríkjum hennar. Nú er talið að hún sé í Texas og óttast lögreglan að hún muni verða einhverjum að bana þar.

„Hún brosir og lítur út eins og venjuleg móðir eða amma en hún er að reikna hlutina út, hún er að velja sér skotmark og hún er algjörlega samviskulaus morðingi.“

Hefur NBC News eftir Carmine Marceno varalögreglustjóra í Lee County í Flórída.

Lögreglan hefur nú týnt slóð Riess og veit ekki hvar hún heldur sig. Riess og eiginmaður hennar, David, voru vel þekkt og vel liðin í heimabæ sínum Blooming Prairie en þar búa um 2.000 manns. David rak fyrirtæki sem seldi beitu til stangveiðimanna.

Eftir að ekkert hafði spurst til hans í rúmlega viku hafði viðskiptafélagi hans samband við lögregluna og bað hana um að kanna málið. Lögreglumenn fundu David Riess látinn á heimili þeirra hjóna þann 23. mars. Hann hafði verið skotinn til bana. Lögreglan segir ekki ljóst hversu lengi hann hafði verið látinn þegar hann fannst.

The Star Tribune segir að Lois Riess hafi þá verið á bak og burt úr bænum. Lögregluna grunar að hún hafi falsað undirskrift eiginmanns síns áður en lík hans fannst og hafi með því tekist að millifæra tæplega 10.000 dollara inn á eigin reikning. Síðan hélt hún í Iowa í spilavíti en hún glímir við spilafíkn.

Þegar lögreglan hafði rakið slóð hennar til Iowa var hún á bak og burt. Lögreglan byrjaði þá að lýsa eftir henni á samfélagsmiðlum og birta myndir af henni. Hún er talin vopnuð og hættuleg.

Lögreglan telur að hún hafi haldið til Lee County í Flórída. Þar kynntist hún konu að nafni Pamela Hutchinson, 59 ára, sem líktist Riess töluvert.

Á upptökum úr eftirlitsmyndavélum sjást konurnar tvær saman í brugghúsi í Fort Myers þann 5. apríl og nærri heimili Hutchinson í Fort Myers.

Lögreglan fann lík Hutchinson á heimili hennar þann 9. apríl, hún hafði verið skotin til bana. Búið var að tæma veski hennar en í því voru skilríki, greiðslukort og bíllyklar. Bíllinn hennar var einnig horfinn.

Lögreglan óttast að Riess muni drepa fleiri þegar hún verður uppiskroppa með peninga og segir hana mjög hættulega og til alls vísa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki