fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

RÚV sakað um rasisma: „Sorglegur rasískur undirtónn í fréttinni”

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. mars 2018 15:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tveimur stærstu Facebook-hópum unnenda íslenskrar tungu, Skemmtileg íslensk orð og Málvöndunarþættinum, er frétt sem birtist í sjöfréttum RÚV í fyrradag sögð hafa haft rasíska undirtóna.

Fréttin fjallaði um þriggja milljarða króna seiðaeldisstöð í Tálknafirði. Í fréttinni var sagt: „að jafnaði starfi um átta manns í seiðaeldisstöðinni, sem og fjöldi pólskra verkamanna.” Rétt er að taka fram að í vefútgáfu fréttarinnar er sagt að verkamennirnir starfi við framkvæmdir.

Í hópnum Skemmtileg íslensk orð spurði Gunnar nokkur Magnús hvort pólskir verkamenn væru ekki líka menn. Þó sumir hafi talið þetta einföld mistök hjá fréttakonu þá voru margir sem sögðust vera hneykslaðir á orðalaginu.

Jón Oddur spyr hvers vegna RÚV hafi ekki bara farið alla leið í kynþáttahatri: „Rasískur undirtónn í fréttinni? Ef svo er, af hverju eru menn svona penir í þessu? Um að gera að fara bara alla leið!  Tillaga að „betri“ texta: „Í seiðaeldisstöðinni starfa átta manns, – auk fjölda hottintotta“.“ Kristín Dögg tekur undir og segir: „Þetta er sorglegur rasískur undirtónn í fréttinni sem er allt of algengur“.

Í Málvöndunarþættinum á Facebook voru menn á sama máli og í fyrrnefndum hóp. Ein segir þetta hljóma rosalega illa meðan önnur segir þetta klaufalega orðað og því hljómi eins og fordómar. „Reyndar var sagt, pólskir verkamenn, svo því sé haldið til haga. En samt dálítið klaufalega orðað,“ segir Mummi nokkur. Ein kona spyr: „Úr því Pólverjarnir teljast ekki til manna, ætli þeir fái laun?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“