Fréttir

Hagsmunasamtök veipara gegn frumvarpi heilbrigðisráðherra

Ritstjórn DV skrifar
Þriðjudaginn 20 febrúar 2018 15:08

Um þessar mundir er verið að vinna að stofnun hagsmunasamtaka veipara. Þessu er greint frá í Facebook-hópnum „Iceland Vapes,“ en í honum eru rúmlega fimm þúsund manns. Unnar Þór Sæmundsson segir frá þessu í færslu sem var birt í hópnum í gær. Unnar Þór hefur verið virkur í starfi Pírata.

„Það eru margar ástæður fyrir svona samtökum, sú stærsta er að fá sæti við borðið þegar þessi mál eru rædd á þingi og annars staðar,“ segir Unnar.

Hann segir að hann vonist til að stofnfundur samtakanna verði vel sóttur og fari fram í næstu viku.

Að lokum spyr Unnar hópmeðlimi hvort það sé „ekki stemning fyrir stórum hitting og að vera stofnfélagi í samtökunum.“

Þegar þessi frétt er skrifuð hafa um tíu manns skrifað undir færsluna og gefið út að þeir ætli að mæta galvaskir á svæðið.

Á næstu dögum verður frumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, lagt fram á Alþingi. Frumvarpið kveður um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur. Margir innan veipsamfélagsins eru á móti frumvarpinu. Hjalti Ásgeirsson hefur verið ötull talsmaður gegn frumvarpinu og segir meðal annars að verði það samþykkt muni fleiri fara að reykja aftur tóbak og vape vörur endi á svarta markaðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma síðan
Hagsmunasamtök veipara gegn frumvarpi heilbrigðisráðherra

Konur láta reyna á ástarsambönd sín – Fá aðrar konur til að reyna við makana – Sérstakir Facebookhópar notaðir til að finna tálbeiturnar

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma síðan
Konur láta reyna á ástarsambönd sín – Fá aðrar konur til að reyna við makana – Sérstakir Facebookhópar notaðir til að finna tálbeiturnar

Réttarhöldum í danska kafbátsmálinu verður framhaldið í dag – Peter Madsen verður yfirheyrður í allan dag

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum síðan
Réttarhöldum í danska kafbátsmálinu verður framhaldið í dag – Peter Madsen verður yfirheyrður í allan dag

Það reyndist konu dýrt að deila upplýsingum úr líkamsræktarappi – Missti tryggingabætur fyrir vikið

Fréttir
í gær
Það reyndist konu dýrt að deila upplýsingum úr líkamsræktarappi – Missti tryggingabætur fyrir vikið

Þess vegna áttu alltaf að sitja við gluggann í flugvél

Fréttir
í gær
Þess vegna áttu alltaf að sitja við gluggann í flugvél

Tommy Lee hyggst kæra son sinn fyrir líkamsárásina

Fréttir
í gær
Tommy Lee hyggst kæra son sinn fyrir líkamsárásina

Birgir og Tyson drápu þvottabjörn á Reykjanesi í gær: Ekki vitað hvernig dýrið komst til landsins

Fréttir
í gær
Birgir og Tyson drápu þvottabjörn á Reykjanesi í gær: Ekki vitað hvernig dýrið komst til landsins

Íslenski búningurinn kemst ekki á topp tíu yfir flottustu búninga HM

Fréttir
í gær
Íslenski búningurinn kemst ekki á topp tíu yfir flottustu búninga HM

Sprengjuvargurinn í Texas þykir minna óhugnanlega mikið á hinn alræmda Ted Kaczynski

Mest lesið

Ekki missa af