fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Stormur á Twitter vegna Ágústs og Samfylkingarinnar: ,,Verulegt dómgreindarleysi Loga eða tilraun til að þagga málið niður“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. desember 2018 16:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Er ekki rosalega skrýtið að Samfylkingin sé að rannsaka sjálfan sig?“ Þetta skrifar, Þorkell Máni Pétursson, útvarpsmaður á X977 á Twitter.

Heitar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum eftir að Bára Hulda Beck steig fram í dag og sagði frá sinni upplifun af kynferðislegri áreitini sem hún varð fyrir, gerandinn var Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Bára Hulda ákvað að stíga fram eftir að Ágúst Ólafur sagði frá sinni upplifun sinni á þeirri kynferðislegu áreitni sem hann beitti. Ljóst er að upplifun Báru er ekki með sama hætti og í raun telur hún Ágúst gera minna úr atvikinu.

„Ágúst Ólafur reyndi ekki að kyssa mig tví­vegis heldur ítrek­að. Hann reyndi það aftur og aftur þrátt fyrir að ég hefði neitað honum og sett skýr mörk. Í hvert sinn sem ég neit­aði honum þá nið­ur­lægði hann mig með ýmsum hætti,“ skrifaði Bára meðal annars en Ágúst Ólafur greindi frá málinu um helgina, þvert gegn vilja Báru, hún vildi ekki málið yrði opinbert.

Hún ræddi málið við Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, sem benti henni á að senda erindi til trúnaðarnefndar flokksins. Niðurstaða nefndarinnar var afgerandi og taldi hún að Ágúst Ólafur hafi sniðgengið stefnu flokksins gegn einelti og áreitni.„Ég vil taka það fram að ég ætl­aði ekki, og ætla ekki, að taka afstöðu til þess hvort eða hvernig Ágúst Ólafur getur sinnt störfum sínum eftir að þessu ferli lauk. Líkt og ég er þegar búin að segja þá ætl­aði ég aldrei að gera þetta mál opin­bert. ­Fyrir mér vakti að fá við­ur­kenn­ingu frá ger­anda á því sem átti sér stað og að skilja upp­lýs­ing­arnar um atvikið eftir hjá öðrum ef við­líka kæmi ein­hvern tím­ann aftur upp. Það er ekki hægt að gera þá kröfu til þol­anda að hann ákveði afleið­ing­ar. Það er Ágústar Ólafs, Sam­fylk­ing­ar­innar og eftir atvikum Alþingis að ákveða það.“

Ágúst Ólafur fékk áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingar en ákvað sjálfur að taka sér tveggja mánaða leyfi.

Kirkjan gerir þetta líka:

Miklar umræður hafa skapast um málið en við þráð Mána eru heitar umræður. Óskar Steinn sem virkur er í starfi Samfylkingarinnar, telur þetta eðlilegan farveg. ,,Trúnaðarnefndin er skipuð óháðu fagfólki til að tryggja hlutleysi í störfum hennar. Hún var sett á fót til að skapa farveg fyrir þolendur til að koma umkvörtunum áleiðis. Þeim er trúað og svona hegðun hefur afleiðingar fyrir gerendur. Nefndin er að virka.“

Máni bendir á að svona geri kirkjan þetta líka og það hafi verið gagnrýnt. ,,Kirkjur rannsaka sig lika sjálfar. Mér hefur alltaf þótt það smá skrýtið.“

Atli Fannar Bjarkason, sjónvarpsmaður er einn af þeim sem leggur orð í belg. ,,Enginn segir mér að nefndin setji ekki hagsmuni flokksins í 1. sæti. Af hverju var ekki brugðist við yfirlýsingunni frá honum fyrir nokkrum dögum, í ljósi þess að hún var á skjön við það sem nefndin og fleiri í flokknum vissu? Bára neyddist til að stíga fram og leiðrétta.“

Eru öll í Samfylkingunni:

Hilmar Kristinsson, starfsmaður Kviku banka bendir í að einfalt „gúgl“ sýni hverjir sitji í trúnaðarnefnd flokksins.

,,Eldsnöggt Google sýnir einmitt fram á það þau eru öll flokksmeðlimir. Hvert er óhæðið nákvæmlega?,“ skrifar Hilmar og birtir eftirfarandi mynd.

Korteri eftir #metoo byltinguna:

Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur og framkvæmdarstjóri Lindarvatns rekur málið ítarlega í skrifum sínum á Twitter.

,,Þetta er magnað. Þolandinn ákveður að tilkynna formanni Samfylkingarinnar um “ítrekað áreiti” af hálfu þingmanns í sumar. Þetta er korteri eftir #metoo byltinguna. Í stað þess að benda henni að að fara með málið til lögreglu lætur hann fara með málið fyrir innanhússnefnd,“ skrifar Jóhannes.

,,Skilgreiningin á kynferðislegri áreitni, sem telst vera kynferðisbrot, kemur fram í 199. gr. alm. hgl. Þar segir að ítrekað orðbragð og hegðun geti talist kynferðisleg áreitni. Það er því eðlilegt að skoða hvort hegðun þingmannsins varði við lög, amk er marka má orð brotaþolans.“

,,Annað hvort eru viðbrögð formanns Samfylkingarinnar, þegar honum er tilkynnt um mögulegt kynferðisbrot, verulegt dómgreindarleysi eða tilraun til að þagga málið niður til að vernda orðspor gerandans, enda eru úrskurðir innanhússnefndarinnar ekki birtir opinberlega.“

,,Til að bíta höfuðið af skömminni þá er formaður XS bæði búinn að hafna því að þingmaðurinn eigi að segja af sér og meira að segja að málið eigi erindi fyrir siðanefnd þingsins! Til samanburðar má nefna að ÁÓ var einn þeirra sem beindi ummælum í #klausturfokk til siðanefndar.“

Meira:
Bára Huld er konan sem Ágúst Ólafur áreitti: „Í hvert sinn sem ég neitaði honum þá niðurlægði hann mig“
Ágúst Ólafur svarar Báru Huld: Misræmið byggir á ólíkri upplifun

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar