fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Kennitöluflakk eða ekki? Strætó semur við nýtt fyrirtæki gjaldþrota undirverktaka

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stætó bs. hefur samþykkt framsal skiptastjóra Prime Tours á rammasamningi um akstursþjónustu fatlaðra til fyrirtækisins Far-vel. Stofnandi og eigandi Far-vel er Hjörleifur Harðarson sem á hið gjaldþrota Prime Tours sem er í dag skráð á eiginkonu hans.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Prime Tours var einn af undirverktökum Strætó og sá um ferðaþjónustu fatlaðra. Fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í október og skipastjóri settu yfir búið. Í gær tilkynnti Strætó að stjórn félagsins hefði samþykkt beiðni skiptastjóra um framsal á rammasamningi Prime Tours til Far-vel sem hefur gert tilboð í bílaflota þrotabúsins og boðið starfsfólki áframhaldandi starf.

Fram kom að stjórn Strætó líti svo á að Far-vel fullnægi öllum hæfisskilyrðum rammasamningsins og því hafi erindi skiptastjórans verið samþykkt.

Fréttablaðið hefur eftir Hjörleifi að hér sé ekki um kennitöluflakk að ræða. Þá skilgreiningu hafi hann fengið frá skiptastjóra og fleiri lögfróðum. Honum hafi verið sagt að hann gæti verið með góða samvisku því hér væri ekki um kennitöluflakk að ræða. Hann sagðist koma með tvo nýja aðila með sér inn í Far-vel, fjármagn hafi verið tryggt sem og þjónustan. Hann sagði að tugir milljóna fari inn í þrotabú Prime Tours úr vösum eigenda Far-vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“