fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019
Fréttir

Kennitöluflakk eða ekki? Strætó semur við nýtt fyrirtæki gjaldþrota undirverktaka

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 06:30

Stætó bs. hefur samþykkt framsal skiptastjóra Prime Tours á rammasamningi um akstursþjónustu fatlaðra til fyrirtækisins Far-vel. Stofnandi og eigandi Far-vel er Hjörleifur Harðarson sem á hið gjaldþrota Prime Tours sem er í dag skráð á eiginkonu hans.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Prime Tours var einn af undirverktökum Strætó og sá um ferðaþjónustu fatlaðra. Fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í október og skipastjóri settu yfir búið. Í gær tilkynnti Strætó að stjórn félagsins hefði samþykkt beiðni skiptastjóra um framsal á rammasamningi Prime Tours til Far-vel sem hefur gert tilboð í bílaflota þrotabúsins og boðið starfsfólki áframhaldandi starf.

Fram kom að stjórn Strætó líti svo á að Far-vel fullnægi öllum hæfisskilyrðum rammasamningsins og því hafi erindi skiptastjórans verið samþykkt.

Fréttablaðið hefur eftir Hjörleifi að hér sé ekki um kennitöluflakk að ræða. Þá skilgreiningu hafi hann fengið frá skiptastjóra og fleiri lögfróðum. Honum hafi verið sagt að hann gæti verið með góða samvisku því hér væri ekki um kennitöluflakk að ræða. Hann sagðist koma með tvo nýja aðila með sér inn í Far-vel, fjármagn hafi verið tryggt sem og þjónustan. Hann sagði að tugir milljóna fari inn í þrotabú Prime Tours úr vösum eigenda Far-vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglumaður og yfirlögregluþjónn börðu hvor annan í Vestmannaeyjum – Nú hafa þeir fengið dóm

Rannsóknarlögreglumaður og yfirlögregluþjónn börðu hvor annan í Vestmannaeyjum – Nú hafa þeir fengið dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurjón Kjartansson biðst afsökunar – „Ég er þessi handritshöfundur“

Sigurjón Kjartansson biðst afsökunar – „Ég er þessi handritshöfundur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þröstur réð Jón Baldvin þrátt fyrir mótmæli starfsmanna – Var með þátt á Rás 1 eftir áramót

Þröstur réð Jón Baldvin þrátt fyrir mótmæli starfsmanna – Var með þátt á Rás 1 eftir áramót
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einar ósáttur: „Því er bætt við að ég væri „maður að meiri“ ef ég segði frá því“

Einar ósáttur: „Því er bætt við að ég væri „maður að meiri“ ef ég segði frá því“