Hreggviður hlaut 30 daga dóm

Ætlar að áfrýja dómnum - Sakar lögreglu um misbeitingu valds

Hreggviður hlaut þrjátíu daga skilorðsbundinn fangelsisdóm. Að hans mati er um tittlingaskít að ræða.
Dæmdur Hreggviður hlaut þrjátíu daga skilorðsbundinn fangelsisdóm. Að hans mati er um tittlingaskít að ræða.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Þetta kemur mér ekkert á óvart. Það er verið að reyna að brjóta mig niður en það mun ekki takast. Ég mun að sjálfsögðu áfrýja þessum dómi,“ segir Hreggviður Hermannsson, bóndi að Langholti 1b í Árnessýslu, í samtali við DV. Hreggviður var í vikunni dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela tíu bráðabirgðagirðingarstaurum, sófasetti og að hafa snúið upp á hönd nágrannakonu sinnar, Fríðar Sólveigar Hannesdóttur.

Segist ekki fá réttláta meðferð hjá lögreglu

Dómurinn yfir Hreggviði er ein af ótalmörgum uppákomum sem átt hafa sér stað í nágrannaerjum sem vart eiga sinn líka hérlendis og DV hefur aðeins fjallað um. Að mati Hreggviðs fær hann ekki réttláta málsmeðferð hjá Lögreglunni á Suðurlandi sem helgast af því að dóttir nágrannakonu hans er yfirmaður hjá embættinu. „Allar ákærur á hendur nágrönnum mínum eru látnar niður falla en hver einasti tittlingaskítur sem ég er sakaður um er keyrður af krafti í gegnum réttarkerfið,“ segir Hreggviður. Nefnir hann sem dæmi tvær kærur vegna alvarlegra líkamsárása sem hann og gestkomandi kona urðu fyrir en lögregla aðhefst ekkert í. Hann segir að nágrannar hans hafi yfir 50 sinnum kært hann til lögreglu og lögreglumenn hafi komið í rúmlega 170 útköll vegna ýmissa umkvartana nágrannanna.

Deilurnar milli Hreggviðs og nágranna hans, Ragnars Vals Björgvinssonar og Fríðar Sólveigar, ábúenda að Langholti 2, byrjuðu í deilum um veiðirétt í Hvítá árið 2005. Hreggviður vann málið fyrir dómstólum og síðan þá hafa samskiptin verið hatrömm, svo vægt sé til orða tekið. Nú deila nágrannarnir um landamerki spildu sem eitt sinn tilheyrði jörð Ragnars. Það mál verður senn tekið fyrir í héraðsdómi en út af þeirri deilu hafa ýmsar skærur átt sér stað milli Hreggviðs og nágranna hans.

Þetta er aðeins brot úr grein - Nánar er fjallað um málið í helgarblaði DV

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.