fbpx
Fréttir

Lögreglan varar við ástarsvindli: „Misnota traust og vonir brotaþola“

Segir brotaþola oft gæta fordóma

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 14. janúar 2018 10:54

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við ástarsvindli. Ástarsvindl er tegund af netsvindli og segir lögreglan þessa tegund glæpa vera sérstaklega ljóta.

„Þarna er unnið markvisst að því að misnota traust og vonir brotaþola. Því miður vitum við til þess að fólk á Íslandi hefur orðið fyrir því að missa fé til slíkra svikahrappa,“ segir lögreglan í Facebook-færslu.

Aðgengi svindlara stóraukist með tilkomu samfélagsmiðla

„Þessi tegund svindls er eldri en internetið en með tilkomu samfélagsmiðla þá hefur aðgengi svindlaranna að öðrum stóraukist. Það er líka mjög auðvelt að villa á sér heimildir, viðrulegi bandaríski hermaðurinn eða myndarlega konan sem þú heldur að þú sért að tala við er mögulega hópur af svindlurum sem eru tilbúnir að ljúga hverju sem er til að fá fólk til að trúa að þau séu að eiga í samskiptum við raunverulegt fólk. Í því skyni notast svindlararnir oft við myndir sem þeir hafa stolið annars staðar frá og oft með fólki sem er með hunda eða börn (því hver lýgur sem á hund eða barn, en hugsið það öfugt, ef einhver er að ljúga því ekki bæta hundi við?). Þegar svindlararnir hafa myndað traustssamband við brotaþola þá biðja þeir um greiða. Þeir ljúga til um margvíslegar ástæður:

• Peninga til að geta ferðast til að hitta viðkomandi.

• Þeir lenda í óvæntum spítalaútgjöldum.

• Þeir eru á ferðalagi og öllu er stolið af þeim.

• Þeir vilja senda pakka á undan sér og allt í einu fara að berast reikningar sem viðtakandi á að greiða.

það er mjög einfalt að falsa reikninga og gera þá trúverðuga og dæmi eru um fjárkúgun ef svindlararnir hafa komist yfir viðkvæm gögn eða myndir. Í mörgum tilvikum lofa þeir að borga strax til baka eða að þegar eitthvað er búið þá fái brotaþoli peningana sína og jafnvel meira til baka.“

Samkvæmt lögreglunni var íslenskum karlmanni send þessi skilríki til staðfestingar á því að viðkomandi væri til. „Þau eru reyndar fölsuð en gott dæmi um hvað svindlararnir ganga langt. Því er við að bæta að myndin er af leikkonunni Wendy Davis sem lék í þáttaröðinni Army Wives sem sýnir glögglega hvað svindlararnir svífast einskins þegar þeir eru að búa til falska prófíla.“
Samkvæmt lögreglunni var íslenskum karlmanni send þessi skilríki til staðfestingar á því að viðkomandi væri til. „Þau eru reyndar fölsuð en gott dæmi um hvað svindlararnir ganga langt. Því er við að bæta að myndin er af leikkonunni Wendy Davis sem lék í þáttaröðinni Army Wives sem sýnir glögglega hvað svindlararnir svífast einskins þegar þeir eru að búa til falska prófíla.“

Skammartilfinning

Lögreglan segir fólk sem lendir í ástarsvindli skammast sín oft.

„[Það] fær oft skammartilfinningu, að láta plata sig og það gætir ákveðinna fordóma í samfélaginu gagnvart brotum af þessu tagi. En þessi brot eru alls ekki brotaþola að kenna. Svindlararnir beita oft þróuðum aðferðum til að brjóta niður varnir þeirra sem að þeir herja á. Þeir nota aðferðir til að skapa traust og vekja langanir hjá brotaþolum. Þeir gera sér upp falskan áhuga á þeim sem þeir ætla að svindla á og gefa sér oft ágætan tíma til að ávinna sér „traust“ viðkomandi áður en þeir láta til skarar skríða. Fólk á öllum þjóðfélagsstigum og með margvíslega menntun getur orðið þolendur slíkra hrappa. Einstaklingar sem eru tilfinningalega viðkvæmir eru í meiri hættu. Þeir sem hafa skilið, þyrstir í gott samband eða langar til að elska einhvern eru í áhættuhóp.

Við höfum séð nokkur tilvik hér á landi og það er flókið að rekja svindlið. Oftast eru svindlararnir erlendis og í löndum sem erfitt er fyrir lögreglu á Íslandi að vera í sambandi við. Þar fyrir utan er sönnunarbyrði oft mjög flókin þar sem svikahrappurinn fer undir fölsku nafni. Þess vegna skiptir miklu máli að fyrirbyggja að slíkt gerist eða að stoppa það ef það er byrjað. Við getum aðstoðað í þeim málum.“

Góð ráð

Að lokum gefur lögreglan góð ráð sem allir geta nýtt sér á samfélagsmiðlum:

„Regla #1: Veldu vini þína vel á samfélagsmiðlum og varastu vinabeiðnir frá ókunnugum.

Aðrar góðar venjur:

• Skoðaðu myndir á heimasvæðum þeirra og gerðu leit af þeim á netinu.

• Farðu varlega í samræður.

• Varastu ef viðkomandi vill fara annað með samskiptin, ef þið eruð á Facebook haldið áfram þar.

• Ekki deila með neinum sem þú þekkir ekki viðkvæmum upplýsingum eða myndum af vegabréfum eða álíka. Það er hægt að nota það í margskonar svindli.

• Ef þið kynnist einhverjum sem ætlar að hitta ykkur en kemur alltaf upp með afsakanir þá er góð ástæða til tortryggni.

• Ekki senda peninga til einhvers sem þið hafið aldrei hitt eða taka við fjárhagslegum skuldbindingum. Ef einhver ókunnugur vill að þið sendið peninga eða takið þátt í kostnaði þá er líklega verið að plata ykkur. Ef þið eruð í vafa sendið okkur línu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Áslaug Arna minnist móður sinnar: „Sorgin fyrst er auðvitað bara ólýsanleg“

Áslaug Arna minnist móður sinnar: „Sorgin fyrst er auðvitað bara ólýsanleg“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rán segir fyrirtæki valta yfir Íslendinga: „Munu ganga eins langt og þau komast“

Rán segir fyrirtæki valta yfir Íslendinga: „Munu ganga eins langt og þau komast“
Fréttir
Í gær

Kristmundur Axel ákærður: Birti myndbönd af neyslu og fór í meðferð

Kristmundur Axel ákærður: Birti myndbönd af neyslu og fór í meðferð
Fréttir
Í gær

Björn varpar ljósi á eyðslu íslenskra barna í Fortnite – 10 ára piltur eyddi 150 þúsund krónum

Björn varpar ljósi á eyðslu íslenskra barna í Fortnite – 10 ára piltur eyddi 150 þúsund krónum