fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Olíuvinnsla í Venesúela er í frjálsu falli – Eiga stærstu olíulindir heims

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 21. apríl 2018 08:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stærstu olíulindir heims eru í Venesúela en undanfarin misseri hefur olíuvinnsla þar í landi dregist mikið saman en því má landið ekki við því efnahagur þess er vægast sagt í rúst. Frá því í febrúar 2016 hefur olíuvinnslan dregist saman um 35 prósent og hefur ekki verið minni í 33 ár. Ef sama þróun verður áfram verður framleiðslan komin niður í milljón tunnur á dag eftir fimm mánuði en hún er nú 1,6 milljónir tunna á dag.

Ekki er útlit fyrir annað en að framleiðslan muni halda áfram að dragast saman því erlend olíufélög eða erlent fjármagn koma ekki til landsins. Olíuiðnaðurinn þar í landi er í miklum vanda og leiðin virðist bara liggja niður á við.

Áður fyrr þótti efnahagur Venesúela vera traustur en samkvæmt því sem Alþjóðabankinn segir hefur hagkerfið dregist saman um helming á nokkrum árum.

Olía, sem er unnin í Venesúela, er þung og innheldur mikið af brennisteini. Til að hægt sé að selja hana þarf fyrst að þynna hana með léttari olíu, eins og er til dæmis unnin í Bandaríkjunum. En Venesúela er í þeirri stöðu að geta ekki keypt olíu því ekkert fjármagn er til. Auk þess eru engir varahlutir framleiddir fyrir olíuiðnaðinn. Olíuiðnaðurinn er því smám saman að lognast út af. Þeir sem geta yfirgefa landið, þar á meðal starfsfólk í olíuiðnaðinum, og auka þar með enn á vandræðin.

Erlendar skuldir Venesúela eru 196 milljarðar dollara en ríkisstjórnin gerir ekkert til að reyna að greiða af lánunum. Pólitísk og efnahagsleg krísa er í landinu og neyðarástand ríkir. Skortur er á matvælum, lyfjum, rafmagn er skammtað og verðbólgan er í hæstu hæðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“