fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fáðu DV í áskrift

Þú getur valið prentáskrift eða vefáskrift

Sjá nánar eða Lesa blaðið
Fréttir

NR1DAD tekinn með stera og kannabisplöntur

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. mars 2018 09:40

Sveinn Elías Elíasson hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefna- og tollalagabrot. Hann var dæmdur fyrir að hafa haft í vörslum sínum 8 ml. af anabólískum sterum og 35 kannabisplöntur. Hann játaði brot sín og þarf að greiða 183.507 krónur í sakarkostnað.

Sveinn Elías er af mörgum landsmönnum kunnur sem NR1DAD eftir að hann komst í fréttirnar haustið 2013. Þá hafði hann lagt Range Rover-glæsikerru sinni í tvö stæði fyrir fatlaða við inngang Vínbúðarinnar á Dalvegi í Kópavogi. Á númeraplötu bílsins stóð NR1DAD. Mynd náðist af þessu, sem margir fjölmiðlar birtu og vakti hegðun hans hneykslan.

Atvikið vakti mikla athygli þá og fyrir tveimur árum sagðist Sveinn Elías enn leggja í tvö stæði og skammaðist sín ekkert fyrir það. Þá höfðu gárungar rifjað atvikið upp innan hópsins Verst lagði bílsins og mætti Sveinn Elías sjálfur á svæðið til að verja sig. „Leggja rétt og leggja vitlaust og leggja ólöglega. Það er ekki bannað að leggja í 2 stæði. Á meðan það er leyfilegt samkvæmt lögum þá er ég ekkert að fara hætta því,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innbrot í Hafnarfirði og ökumenn í vímu víða á höfuðborgarsvæðinu

Innbrot í Hafnarfirði og ökumenn í vímu víða á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglumaður og yfirlögregluþjónn börðu hvor annan í Vestmannaeyjum – Nú hafa þeir fengið dóm

Rannsóknarlögreglumaður og yfirlögregluþjónn börðu hvor annan í Vestmannaeyjum – Nú hafa þeir fengið dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atli Rafn vill 13 milljónir frá Kristínu – „Það eina rétta í stöðunni“

Atli Rafn vill 13 milljónir frá Kristínu – „Það eina rétta í stöðunni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur segir „myrkraöfl“ að verki: „Sérstaklega ömurleg aðför að ungu fólki“

Guðmundur segir „myrkraöfl“ að verki: „Sérstaklega ömurleg aðför að ungu fólki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enginn trúir lengur á álfasögur

Enginn trúir lengur á álfasögur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Neytendasamtökin gagnrýna „skróp“-skilmála flugfélaga

Neytendasamtökin gagnrýna „skróp“-skilmála flugfélaga