fbpx
Fimmtudagur 24.janúar 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Er braggamálið frávik ?

Fáðu DV í áskrift

Þú getur valið prentáskrift eða vefáskrift

Sjá nánar eða Lesa blaðið
Fréttir

Hrósið fær Sigríður Andersen

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 16. mars 2018 18:30

„Ekkert skipti var samt jafn slæmt og kvöldið sem hann reyndi að kyrkja mig. Ég man það eins og það hafi gerst í gær. Hvernig ég barðist á móti, sá brjálæðisglampann í augunum á honum, hélt að þetta væri mitt síðasta. Ég hugsaði til ykkar, að þið yrðuð móðurlausar. Ætli það hafi ekki gefið mér þann fítonskraft sem ég fékk til að losa hann ofan af mér.“

Þetta skrifaði Hildur Þorsteinsdóttir meðal annars í löngu, átakanlegu bréfi til barna sinna eftir að hún hafði flúið Magnús Jónsson, sambýlismann sinn til sautján ára. Hildur kveðst hafa mátt þola skelfilegt, andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi af hálfu Magnúsar. Hildur opnaði sig um sambandið í viðtali við DV og vakti saga hennar gríðarlega athygli. Var ánægjulegt að sjá hvernig fjölskylda, vinir og svo lesendur DV, ókunnugt fólk veitti Hildi stuðning sem hefur bætt þó aðeins að litlum hluta upp það ofbeldi sem Hildur hefur orðið fyrir af hálfu kerfisins. Og saga Hildar er ekkert einsdæmi.

Í sögu Hildar kom fram að þrátt fyrir að hafa slitið sambandinu fyrir þremur árum er ekki enn búið að skipta eignum og tókst að tefja málið með aðstoð lögfræðinga. Konur lenda í raun í mannréttindabrotum í svifaseinu kerfi.

Á fimmtudag hitti Þorsteinn Vilhelmsson, faðir Hildar, Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. Það er ljóst að Sigríður þarf að láta til sín taka á þessu sviði. Hún fór yfir mál Hildar með Þorsteini og kveðst fjölskyldan treysta því að breytingar verði á kerfinu öllum konum og fjölskyldum til góða. Um lífsspursmál er að ræða, því ekki lifa allar konur ofbeldissambönd af. Og lifi þær af er skaðinn oft gríðarlegur og sálræn lækning tekur sinn tíma. Þá verða börn oft vitni að því þegar pabbi lemur mömmu.

Kerfið hefur brotið á Hildi. Það liggur ljóst fyrir. Það verður aldrei bætt að fullu en Sigríður Andersen fær nú tækifæri til að láta gott af sér leiða og bæta kerfi sem á að lyfta konum en ekki berja þær niður.

Sigríður Andersen fær hrós dagsins fyrir að hlusta á sögu fjölskyldunnar. Það verður fróðlegt að sjá hver hennar næstu skref verða. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að tekin verði rétt ákvörðun og kerfið skoðað, okkur öllum til heilla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Guðni hjólar í hannyrðakonu – Sá hana í sjónvarpinu: „Asnaspörk frá athyglissjúkum listamönnum“

Guðni hjólar í hannyrðakonu – Sá hana í sjónvarpinu: „Asnaspörk frá athyglissjúkum listamönnum“
Fréttir
Í gær

Domino´s svarar fyrir æsinginn á Stöð 2: „Ótrúlegt að þessi fyrirtæki styrki þessa eitruðu karlmennsku“

Domino´s svarar fyrir æsinginn á Stöð 2: „Ótrúlegt að þessi fyrirtæki styrki þessa eitruðu karlmennsku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsingur á Stöð 2 Sport: „Kulnun í starfi er leti!“ – „Þess vegna eru slysasjóðir VR bara tæmdir!“

Æsingur á Stöð 2 Sport: „Kulnun í starfi er leti!“ – „Þess vegna eru slysasjóðir VR bara tæmdir!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimmtungur Íslendinga með húðflúr – Konur í meirihluta

Fimmtungur Íslendinga með húðflúr – Konur í meirihluta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mikið annríki hjá lögreglunni – Þurfti að forgangsraða verkefnum þrátt fyrir vel mannaða vakt

Mikið annríki hjá lögreglunni – Þurfti að forgangsraða verkefnum þrátt fyrir vel mannaða vakt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tvær rútur fóru út af á Kjalarnesi

Tvær rútur fóru út af á Kjalarnesi