Varð með fótinn undir hjóli strætisvagns

Mynd: (C) OZZO Photography

Það óhapp átti sér stað í Reykjanesbæ í gærdag að þrettán ára piltur gekk í veg fyrir strætisvagn við strætóskýli með þeim afleiðingum að hjól vagnsins fór yfir fót hans.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Fram kemur að vagninn var að nema staðar þegar atvikið átti sér stað.

Talsverðir áverkar voru á fæti piltsins og var hann fluttur með sjúkrabifreið undir læknis hendur til aðhlynningar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.