Fitusmánun hjá Ísdrottningunni? Ásdís Rán gerir athugasemd við vaxtarlag keppanda í Ungfrú Ísland

Stefanía Tara
Stefanía Tara

„Er búið að breyta stöðlunum í Miss World eða er hún bara uppfyllingarefni til að sýnast fyrir íslenska feministann?“ spyr hin þekkta fyrirsæta Ásdís Rán í snappi á IceQueen Snapchat og birtir mynd af Stefaníu Töru Þrastardóttur sem kosin var vinsælasta stúlkan í keppninni Ungfrú Ísland sem haldin var í Hörpu í gærkvöld. Ólafía Ósk Finnsdóttir hreppti titilinn Ungfrú Ísland.

Stefanía Tara Þrastardóttir er nokkuð þéttvaxnari en tíðkast hefur um keppendur í fegurðarsamkeppni á borð við þessa og er þátttaka hennar talin til marks um breytt viðhorf. Ljóst er að Ásdísi Rán er ekki að skapi að þéttvaxnar stúlkur taki þátt í fegurðarsamkeppni miðað við þessi ummæli sem hafa vakið nokkra athygli.

Stefanía var kjörin vinsælasta stúlkan í atkvæðagreiðslu áhorfenda en hún er sögð vera bæði falleg og skemmtileg. Stefanía er förðunarfræðingur en vinnur auk þess með börnum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.