fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Eiríkur Jónsson fjallar um brjóst saksóknara: „Ekki við hæfi“

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 22. ágúst 2017 12:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaður Eiríkur Jónsson skrifar fyrr í dag á vef sínum um meinta brjóstaskoru Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara við aðalmeðferð í máli Thomas Møller Olsen, sem er sakaður um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur.

Eiríkur birtir mynd af Kolbrúnu frá réttarhöldum í gær og skrifar: „Saksóknari í einu stærsta morðmáli síðari tíma er í afar flegnum bol undir skikkju embættisins. Ekki við hæfi.“ Að vísu tekur Eiríkur það fram að þessi orð hafi fallið í bréfi til sín.

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir vekur athygli á þessu á Facebook-síðu sinni og skrifar: „TAKK, ELSKU EIRÍKUR JÓNSSON FYRIR AÐ MINNA OKKUR Á AÐ VERA EKKI SVEIFLANDI BRJÓLLUNUM FRAMAN Í FÓLK SEM ER AÐ REYNA AÐ VINNA VINNUNA SÍNA“

Á stuttum tíma hefur fjöldi manns skrifað athugasemd hjá Hildi og eru flestir á því máli að umfjöllun Eiríks sé vægast sagt furðuleg. Svala Jónsdóttir blaðamaður skrifar til að mynda: „Það er náttúrulega hneyksli að það geti sést að konur séu með BRJÓST. Hvílíkur dónaskapur! Hvað er næst, berir ökklar?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dóttirin heyrði í skrímslum í herberginu sínu – Það reyndist ekki fjarri lagi

Dóttirin heyrði í skrímslum í herberginu sínu – Það reyndist ekki fjarri lagi
Fréttir
Í gær

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Í gær

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða
Fréttir
Í gær

Neyðarlínan gat ekki fylgt eftir slitnu símtali úr síma eins þeirra sem lenti í flugslysinu á Þingvallavatni

Neyðarlínan gat ekki fylgt eftir slitnu símtali úr síma eins þeirra sem lenti í flugslysinu á Þingvallavatni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar og Gestur hafa áhyggjur af eiginkonum sínum – Eins og martröð mánuðum saman

Einar og Gestur hafa áhyggjur af eiginkonum sínum – Eins og martröð mánuðum saman
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“