fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Kom í veg fyrir að 9 ára stúlku væri nauðgað – „Ég horfði í augu hans“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. júlí 2017 07:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 6.30 í gærmorgun reyndi karlmaður að nauðga níu ára stúlku í garði í Örebro í Svíþjóð. Mörg vitni voru að atburðinum að sögn lögreglunnar. Eitt þeirra, Anette Idestål, var á leið til vinnu þegar hún heyrði öskur úr garðinum. Síðan var þögn en skömmu síðar var aftur öskrað. Anette fór þá inn í garðinn til að kanna málið.

Þegar hún kom inn í garðinn sáu hún karlmann halda manneskju niðri á jörðinni en sá ekki hvort það var barn eða fullorðinn.

„Ég horfði í augu hans.“

Sagði hún í samtali við Aftonbladet og bætti við að maðurinn hefði sleppt stúlkunni þegar hann sá Anette og hafi látið sig hverfa á brott. Stúlkan hafi einnig ætlað að yfirgefa garðinn en Anette stoppaði hana og huggaði hana.

„Hún var hrædd, brugðið og leið.“

Sagði hún við Aftonbladet og sagði að það væri auðvitað ekki spurning um að grípa inn í atburð sem þennan, annað væri ekki hægt. Hún hringdi í lögregluna og skömmu síðar komu lögreglu- og sjúkraflutningsmenn á vettvang.

Talsmaður lögreglunnar í Örebro sagði að mörg vitni hafi verið að nauðgunartilrauninni og að lögreglan rannsaki málið sem slíkt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki