fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Tvö hundruð mál og tólf dagar

Aðeins sjö þingfundadagar eru eftir – Ógrynni mála eru óafgreidd á Alþingi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. maí 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfir eitthundrað frumvörp eru óafgreidd á Alþingi nú þegar aðeins sjö þingfundadagar eru þar til þingi verður slitið. Flest þeirra bíða fyrstu umræðu eða eru í nefnd og eiga eftir að ganga til annarrar umræðu. Þá er 81 þingsályktunartillaga óafgreidd.

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis verður fundum þingsins slitið 31. maí og þingi frestað. Aðeins tólf vinnudagar eru áætlaðir í þinginu, samkvæmt starfsáætlun þess, þar til þingi verður frestað. Þar af eru fjórir nefndardagar í þessari viku og þeirri næstu, sjö þingfundadagar og eldhúsdagsumræður sem áætlaðar eru 29. maí.

Sé miðað við upplýsingar á síðu Alþingis bíða nú 35 frumvörp þess að komast í 1. umræðu, þar af er nokkur fjöldi ríkisstjórnarfrumvarpa. Þá eru 65 frumvörp nú hjá nefndum þingsins eftir 1. umræðu, þar af fjöldi stjórnarfrumvarpa. Aðeins þrettán frumvörp hafa verið afgreidd það sem af er þingi.

Þá bíða 39 þingsályktunartillögur fyrstu eða einnar umræðu og 41 þingsályktunartillaga er í nefnd. Ein þeirra tillagna sem eru nú í nefnd er fjármálaáætlun til næstu fimm ára, langviðamesta mál ríkisstjórnarinnar. Um þá tillögu er hins vegar ósætti innan ríkisstjórnarinnar og óljóst hvernig það verður leyst.

Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, segir að ekkert hafi verið rætt um breytta starfsáætlun né hvernig málum verði forgangsraðað. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að það sé borin von að klára þessi mál fyrir áætluð þinglok. „Þetta er allt of knappur tími og að ósekju má ýta þessu eitthvað inn í sumarið. Það hefur hins vegar ekki verið rætt við okkur en þetta getur auðvitað ekki gengið upp. Svo liggur auðvitað fyrir stærsta mál stjórnarinnar, ríkisfjármálaáætlun, og manni sýnist að það sé ekki eining um hana innan stjórnarinnar. Það hlýtur að þurfa að gera einhverja grein fyrir hvernig á að koma henni í gegn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki