fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Davíð ver Sigmund og skammar RÚV: „RÚV leynir því sjaldan, að henni er lítið um Sigmund gefið“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 28. maí 2017 14:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borg­ara­styrj­öld ríkir inn­an Fram­sókn­ar­flokks­ins. Þessu hélt Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði fram í Silfrinu í dag. Þar var rætt um nýtt Framfarafélag Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrr­ver­andi forsætisráðhera og for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins. Stofnfundur Framfarafélagsins var haldinn í gær og var fullt út úr dyrum.

Sigmundur Davíð tjáði sig um klofninginn innan Framsóknarflokksins í Eyjunni á ÍNN fyrr í vikunni. Sagði hann augljóst eftir miðstjórnarfundinn að mikil og djúp óánægja væri meðal margra í Framsóknarflokknum. Málflutningur fjölmargra miðstjórnarmanna hefði sýnt það á fundinum:

„Það er ómögulegt eftir þennan fund að halda því fram að það sé bara einhver lítill markaður hópur í flokknum sem að sé ósáttur og sætti sig ekki við „lýðræðislega niðurstöðu.“ Það var alveg ljóst á þessum fundi að það er mjög víðtæk óánægja með stöðuna en auðvitað líka með það sem gert var í fyrra og hvernig staðið var að því.“

„Manni sýn­ist þetta snú­ast um hans þörf til að hafa völd.“

Sigmundur hefur haldið fram að ekki sé um stjórnmálaflokk að ræða. Framfarafélagið geti stjórnmálaflokkar notað sem hugsanlega hugmyndaverksmiðju. Jón Trausti Reyn­is­son, rit­stjóri Stund­ar­inn­ar sagði í Silfrinu um þetta skref Sigmundar Davíðs:

„Manni sýn­ist þetta snú­ast um hans þörf til að hafa völd.“

Egill Helgason, stjórnandi þáttarins, velti upp þeim möguleika hvort Framfarafélagsins væri fyrsta skrefið í klofningi Framsóknarflokksins.

Davíð ver Sigmund

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Mikið hefur verið fjallað um stofnun Framfarafélagsins. Bréfritari Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins sem ritstýrt er af Davíð Oddssyni, fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins segir viðbrögðin við stofnun félagsins eftirtektarverð. Bréfritari sem virðist þekkja vel til á þinginu og hjólar hann einnig í Ríkisútvarpið. Bréfritari segir um viðbrögðin

„Sum reyndar full fyrirsjáanleg. Hin opinbera skoðun Fréttastofa „RÚV“ leynir því sjaldan, að henni er lítið um Sigmund gefið. Hún er eindrægnari í stjórnmálalegum dilkadrætti en aðrir, þótt henni sé uppálagt í lögum að standast slíkar freistingar. Það má þó segja fréttastofunni til hróss að hún gæti jafnræðis með því að gera almennt fátt með þau lagafyrirmæli sem um hana gilda og komist upp með það. Þar bera aðrir þó sök. Þessi fréttastofa gekk á Sigmund um hvað honum gengi til og hvers vegna honum nægði ekki að tala „innan þingflokksins og á þingi“.

„Nú væri fróðlegt að vita fyrir þann, sem ekki stígur í vitið, á hvaða mati þetta skens fréttamannsins er byggt. Hverjir hafa „látið stórkostlega mikið til sín taka á þessu þingi?“

Fréttamaðurinn rökstuddi spurningu sína þannig: „Nú hefurðu ekki látið stórkostlega mikið til þín taka á þessu nýja þingi, finnst þér þú ekki geta komið málum á dagskrá þar?“

Bréfritari heldur áfram:

„Nú væri fróðlegt að vita fyrir þann, sem ekki stígur í vitið, á hvaða mati þetta skens fréttamannsins er byggt. Hverjir hafa „látið stórkostlega mikið til sín taka á þessu þingi?“ Hvers vegna hafa þau afrek farið framhjá öllum nema fréttastofunni? Sé þessi afreksúttekt til, rís hún undir því að vera frétt? Bréfritari ætti ekki að viðurkenna að hann hefur ekki setið límdur yfir „þessu þingi“ og þekkir engan fullfrískan mann sem gerir það.“

Þá viðurkennir bréfritari að þekkja ekki alla þingmenn í sjón og kveðst engan þekkja sem geri það, nema menn sem fái fyrir það greitt. En frétt þess efnis að Sigmundur Davíð taldi Smára Mccarthy þingmann Pírata vera varaþingmann vakti athygli. Í Silfrinu gagnrýndi Jón Trausti Sigmund Davíð einnig fyrir mætingu.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Síðast þegar ég vissi hafði hann ekki mætt í eina at­kvæðagreiðslu á þing­inu. Og af 19 fund­um í ut­an­rík­is­mála­nefnd þar sem hann er aðalmaður hef­ur hann mætt fimm sinn­um og þar af fjór­um sinn­um of seint […] Ef hann væri í skóla væri búið að reka hann.“

Fleiri hafa bent á þetta en Sigmundur gefið lítið fyrir þá gagnrýni. Bréfritari Morgunblaðsins fjallar einnig um þetta í Reykjavíkurbréfi sínu en gagnrýnir þingið og umræðuhefðina í heild sinni:

„Stikkprufur, sem eru gerðar á umræðum á Alþingi, benda ekki til að einhverjir þar hafi látið „stórkostlega mikið til sín taka“. Vissulega heyrast stundum þarna hróp af litlu tilefni. Svo stór orð eru notuð út af litlu, að ef atburðir yrðu af stærri gerð væri óhjákvæmilegt að búa til ný orð svo að allt félli ekki flatt. Þegar stórmál eru til umræðu, sem enginn hefur frétt af nema þingmenn, hleypur hver af öðrum með tölvuna sína í ræðustól, eins og hann sé að koma henni í viðgerð fyrir lokun og les af henni eitthvað sem gæti verið tölvupóstur. Allir fara með sömu rulluna og mætti flýta málsmeðferðinni verulega með því að þeir sætu kyrrir og ýttu á „læk.“

Klókt útspil

Eiríkur Bergmann sagði í Silfrinu sagði stofnun Framfarafélagsins vera klóka og benti á að ef Sigmundur myndi skora Sigurð Inga Jóhannsson á hólm á flokksþingi Framsóknarflokksins í janúar og tapa, væri hann með vopn í höndunum.

„Hann getur skorað Sigurð Inga á hólm á flokksþinginu. Sigri hann þá er Framfarafélagið fínasta hugveita innan flokksins. Tapi Sigmundur er hann tilbúinn með tæki sem er auðveldlega hægt að breyta úr félagi í flokk. Þarna er verið að stilla upp í einhvers konar pólitískt áhlaup, hvernig svo sem því mun fram vinda. Mér finnst mjög spennandi að sjá hvað þarna gerist.“

Hér má horfa á Silfrið frá því í hádeginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“