fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Blái dagurinn haldinn hátíðlegur

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 4. apríl 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blái dagurinn er haldinn hátíðlegur í dag, þriðjudag, en markmiðið er að vekja athygli á málefnum barna með einhverfu.

Styrktarfélag barna með einhverfu stendur fyrir átakinu og er þetta í fjórða skipti sem dagurinn er haldinn hátíðlegur.
Fræðsluefni, þar sem einhverfa er útskýrð fyrir börnum, er afrakstur söfnunarfjár sem safnaðist í átakinu í fyrra. Fræðsluefnið er teiknimynd og flytur Ævar vísindamaður, sem er einnig talsmaður verkefnisins, inngang í upphafi og í lok teiknimyndarinnar. Hópur barna með einhverfu sýndi forsetahjónunum, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid, teiknimyndina í heimsókn á Bessastöðum síðastliðinn sunnudag.

Blái liturinn hefur fest sig í sessi sem litur einhverfunnar um allan heim og því eru allir hvattir til að halda upp á daginn með því að klæðast bláu. Flestir leik- og grunnskólar landsins taka þátt í bláa deginum. Þá standa skólarnir einnig að fræðslu og umræðu um einhverfu og í ár fá þeir liðsauka í nýja fræðslumyndbandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki