fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Neytendur svartsýnni en samt bjartsýnir

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 29. apríl 2017 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Væntingavísitala Gallup lækkaði lítillega á milli mars og apríl og stendur hún nú í 126,6 stigum. Greining Íslandsbanka fjallaði um þetta á vef sínum í vikunni. Ef vísitalan er yfir hundrað stig merkir það að meiri bjartsýni ríkir meðal neytenda en svartsýni.

Vísitalan skiptist í nokkrar undirvísitölur, meðal annars mat á horfum á atvinnuástandi. Hún lækkaði um 4,1 stig milli mánaða en stendur þó í 136,7 stigum. Þá lækkuðu vísitölurnar sem eiga að endurspegla mat neytenda á núverandi stöðu (-3,9 stig) og væntingar til aðstæðna eftir 6 mánuði (-1,7 stig).

„Mælist sú fyrrnefnda 149,5 stig, sem er mjög hátt sögulega séð (81 stiga meðaltal), og sú síðarnefnda 111,4 stig sem er aðeins hærra en sögulegt meðalgildi (102,4 stig). Undirvísitalan sem mælir mat neytenda á efnahagslífinu hækkar hins vegar (2,2 stig) og mælist 116,8 stig (89,5 stig sögulega),“ segir í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka.

Þá kemur fram að talsverð fylgni hafi verið á milli væntingavísitölunnar og gengis krónunnar. Er því velt upp að lækkun vísitölunnar nú gæti tengst því að krónan hefur að jafnaði verið 1,5 prósentum veikari það sem af er aprílmánuði en hún var í mars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki