Breskur Ólympíuverðlaunahafi lést í mótorhjólaslysi

Germaine Mason var 34 ára þegar hann lést

Usain Bolt, til vinstri, og Germaine Mason á mynd sem tekin var í fyrra.
Góðir vinir Usain Bolt, til vinstri, og Germaine Mason á mynd sem tekin var í fyrra.

Breski hástökkvarinn Germaine Mason, sem vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008, lést í mótorhjólaslysi í Kingston, höfuðborg Jamaíka, í nótt.

Mason, sem var fæddur á Jamaíka, er sagður hafa misst stjórn á hjólinu með fyrrgreindum afleiðingum. Hann lætur eftir sig fimm ára son. Mason var fæddur árið 1983 og varð 34 ára í janúar síðastliðnum.

Mason var fæddur á Jamíka en keppti fyrir Bretland þar sem faðir hans var þaðan. Hann var góður vinur Usain Bolt, heimsmethafa í 100 metra hlaupi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.