fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Ráðgátan um hvarf Ólympíufarans

Harold Backer gekk inn á lögreglustöð 15 mánuðum eftir að hann lét sig hverfa

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 18. apríl 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert hafði spurst til Harold Backer frá 3. nóvember 2015 þar til um helgina að hann gaf sig fram við lögreglu. Harold þessi er fyrrverandi keppandi í róðri fyrir Kanada á þremur Ólympíuleikum árin 1984, 1988 og 1992.

Sem fyrr segir lét Harold sig hverfa síðla árs 2015 en aðeins örfáum dögum síðar hóf lögregla sakamálarannsókn á meintum fjársvikum hans. Hann hafði fengið fimmtán vini og vandamenn til að taka þátt í fjárfestingarverkefni með sér, en síðar kom á daginn að um píramídasvindl var að ræða. Hann sagði þeim sem höfðu fjárfest í verkefninu þessi tíðindi skömmu áður en hann hvarf.

Harold sagði við eiginkonu sína daginn sem hann hvarf að hann ætlaði út að hjóla. Hann skilaði sér hins vegar ekki heim aftur og þegar lögregla fór að grennslast fyrir um málið kom í ljós að Harold hafði tekið ferju frá Port Angeles í Kanada til Washington-ríkis í Bandaríkjunum.

Talið er að þeir sem fjárfestu í verkefni Harolds hafi tapað 800 þúsund Bandaríkjadölum, tæpum 90 milljónum króna á núverandi gengi.

Ekki liggur fyrir hvar Harold hélt til þessa fimmtán mánuði sem hans var saknað. Þá er ekki vitað hvað varð um þá fjármuni sem hann tók á móti. Harold mun hafa gefið sig fram við lögregluna í Kanada í síðustu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki