fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Ánægja með vistvænan bílaflota

Reykjavíkurborg fjölgar rafmagnsbílum – Ber höfuð og herðar yfir stjórnarráðið

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 19. febrúar 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keyptir verða tveir nýir rafmagnsbílar til afnota fyrir starfsfólk Ráðhúss Reykjavíkur á næstunni. Þetta var samþykkt á fundi borgarráðs í síðustu viku. Allir bílar sem ætlaðir eru til notkunar innan stjórnkerfis borgarinnar eru vistvænir og ríkir mikil ánægja með þá þróun að sögn formanns umhverfis- og skipulagsráðs.

Aðeins fjórir ráðherrabílar vistvænir

DV greindi frá því í lok janúar að á síðustu tveimur árum hefðu átta af tíu ráðherrabílum stjórnarráðsins verið endurnýjaðir og þörf væri á endurnýjun þeirra tveggja síðustu, auk þess sem nauðsynlegt væri að kaupa ellefta bílinn eftir að ráðherrum var fjölgað. Athygli vekur að aðeins fjórir ráðherrabílanna geta talist vistvænir upp að einhverju marki, þ.e. fjórir bílanna eru tengitvinnbílar sem ganga bæði fyrir rafmagni og jarðefnaeldsneyti.

Breytingar gerðar á síðasta kjörtímabili

Bifreiðin sem borgarstjóri hefur til afnota er einnig notuð í ýmsar sendiferðir í borginni.
Borgarstjórabílinn Bifreiðin sem borgarstjóri hefur til afnota er einnig notuð í ýmsar sendiferðir í borginni.

Þessu er öfugt farið hjá Reykjavíkurborg þar sem lögð hefur verið áhersla á vistvæna kosti í samgöngum. Þá er það aðeins borgarstjórinn, Dagur B. Eggertsson, sem hefur sérstakan bíl til afnota. Um árabil höfðu bæði borgarstjóri og forseti borgarstjórnar bíl til afnota og störfuðu tveir bílstjórar hjá borginni í þessu skyni. Á síðasta kjörtímabili var staða forsetabílstjórans hins vegar lögð niður og báðir bílarnir seldir. Þess í stað var árið 2014 keyptur Volkswagen-skutbíll sem gengur fyrir bæði metani og bensíni. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu borgarstjóra er sá bíll notaður bæði til að koma borgarstjóra milli staða í borginni í opinberum erindum en einnig er hann notaður í sendiferðir af öllu tagi fyrir borgarkerfið.

Einnig í boði að fá hjól

Með kaupunum á rafmagnsbílunum sem borgarráð samþykkti verða rafmagnsbílar sem starfsfólk ráðhússins hefur aðgang að orðnir fjórir en tveir bílar voru þegar í notkun. Auk þess eru rafmagnsbílar til sömu nota á Höfðatorgi. Bílarnir eru ætlaðir starfsfólki til að sinna erindum og fara á fundi milli starfsstöðva. Með því að síðustu misseri hefur fólk af starfsstöðvum um bæinn verið flutt í nokkrum mæli í ráðhúsið hefur ferðum af því tagi fjölgað nokkuð og því var talin ástæða til að fjölga bílunum. Þá hefur starfsfólk borgarinnar aðgang að hjólum til að komast á milli í styttri ferðum.

Mikilvægt að borgin sýni gott fordæmi

Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir að innan borgarkerfisins sé ánægja með þá stefnu sem uppi hefur verið í þessum efnum. „Borgin leggur áherslu á bæði breyttan ferðamáta en líka að þeir sem þurfi að vera á bílum hugi að orkuskiptum og notist við vistvænni bíla. Því þarf borgin að sýna gott fordæmi í þessum efnum, það er mjög mikilvægt.“

Hjálmar bendir á að notkun á rafbílunum hafi verið veruleg og sömuleiðis hafi notkun á hjólum borgarinnar einnig verið talsverð. Almennt sé horft til þess í samgöngustefnu borgarinnar að hvetja starfsmenn til að nýta sér vistvænar samgöngur þegar þess er kostur og þetta sé liður í því. Reykjavíkurborg hlaut náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir árið 2014 og þar var meðal annars tiltekið að 87 prósent ökutækja borgarinnar gengju fyrir rafmagni eða gasi og ekki væri vitað um annað sveitarfélag sem hefði viðlíka hlutfall umhverfisvænna ökutækja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki