Fréttir

NBA-leikmaður fannst látinn árið 2010: Nú hefur grunaður morðingi verið handtekinn

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 7. desember 2017 22:00

Lögreglan í Memphis í Bandaríkjunum hefur handtekið karlmann sem grunaður er um að hafa myrt Lorenzen Wright, fyrrverandi leikmann í NBA-deildinni, árið 2010.

Wright þessi átti langan feril í NBA-deildinni í körfubolta og spilaði með liðum á borð við L.A. Clippers, Atlanta Hawks, Memphis Grizzlies og Cleveland Caveliers á árunum 1996 til 2009.

Wright var skotinn til bana sumarið 2010 en skömmu áður hafði hann hringt á neyðarlínuna. Á upptökunum heyrðust skothvellir og síðan slitnaði símtalið. Tíu dögum síðar fannst lík hans í skóglendi suðaustur af Memphis. Wright var 34 ára.

Billy Turner, 46 ára karlmaður, var handtekinn á þriðjudag vegna gruns um verknaðinn. Hann hefur nú verið kærður fyrir morð af fyrstu gráðu.

Hreyfing komst á málið í byrjun nóvember þegar byssan, sem notuð var við morðið, fannst í vatni skammt suðaustur af Memphis. Lögregla biðlaði í kjölfarið til almennings um upplýsingar og leiddi ábending til lögreglu til handtökunnar í vikunni.

Ekki kemur fram í umfjöllun Washington Post hvað varð til þess að Wright var skotinn.

Wright var öflugur kraftframherji á ferli sínum í NBA-deildinni; hann skoraði 8 stig að meðaltali í leik og tók 6,4 fráköst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bíll Dótlu Elínar gufaði upp í Kópavogi: „Þarna hefur einhver verið mjög fljótur að hugsa“

Bíll Dótlu Elínar gufaði upp í Kópavogi: „Þarna hefur einhver verið mjög fljótur að hugsa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Bretlands líkir landsliði Senegal við sólstrandarsölumenn: „Ég kannast við þessa frá ströndinni í Marbella“

Einn ríkasti maður Bretlands líkir landsliði Senegal við sólstrandarsölumenn: „Ég kannast við þessa frá ströndinni í Marbella“