fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Sigurbjörn komst í heimsfréttirnir fyrir Twitter-samskipti við sykurpúðasamloku

„Félagi, það er laugardagskvöld og þú ert að tala við sykurpúðasamloku“

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 26. desember 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hefði getað orðað þetta talsvert betur en klukkan var orðin margt og ég var ekki alveg með hugann við það sem ég var að gera,“ segir Sigurbjörn Birkir Lárusson í samtali við DV. Sigurbjörn komst í heimsfréttirnar í vikunni fyrir óvænt samskipti sín við bandaríska fyrirtækið Moonpie sem framleiðir samnefndar sykurpúðasamlokur.

Twitter-síða Moonpie hefur notið gríðarlegrar hylli undanfarið fyrir skemmtilegar færslur og hnyttin tilsvör. Síðastliðið laugardagskvöld sendi Sigurbjörn, sem er mjög virkur á Twitter, eftirfarandi skilaboð til fyrirtækisins. „Tíma þínum er sólundað við að sjá um samfélagsmiðil.“ Stjórnendur Twitter-síðu Moonpie svöruðu Sigurbirni fljótlega og sögðu: „Félagi, það er laugardagskvöld og þú ert að tala við sykurpúðasamloku.“

Sigurbjörn bjóst eflaust ekki við að rata í heimsfréttirnar þegar hann sendi Moonpie-fyrirtækinu þessi saklausu skilaboð.
Twitter-samskiptin Sigurbjörn bjóst eflaust ekki við að rata í heimsfréttirnar þegar hann sendi Moonpie-fyrirtækinu þessi saklausu skilaboð.

Gerði þau mistök að svara fyrir sig

Svarið fór stuttu seinna á flug á samfélagsmiðlum. Meðal annars voru 55 þúsund notendur sem að lýstu yfir velþóknun sinni á Reddit, sem þykir gríðarlega mikið. Þá var fjallað um samskiptin í stórri frétt á Daily Mail auk þess sem fréttasíða Forbes tók þau sem dæmi um frábærlega heppnaða markaðsherferð fyrirtækis. Sigurbjörn varð í kjölfarið fyrir talsverðu ónæði.

„Þetta var nú sem betur fer til þess að gera saklaust og lengi vel fyndið,“ segir Sigurbjörn. Hann segist ekki átta sig á því hvort Moonpie hafi kosið að misskilja skeyti hans eða raunverulega misskilið það sem hann sagði. „Þeir fengu heilmikla athygli út á þetta og þráðurinn fór fyrir tilviljun sem eldur í sinu um internetið,“ segir hann.

Sigurbjörn segir að snjóboltinn, eða öllu heldur sykurpúðaboltinn, hafi farið rólega af stað en síðan hafi hann gert þau mistök að reyna að svara fyrir sig og afsaka. „Það hefði ég betur látið ógert svona eftir á að hyggja.“

Síminn þagnaði ekki allan daginn

Sigurbjörn segist hafa fengið sent nokkuð af ónotum en margir hafi séð að sér og eytt þeim og jafnvel beðist afsökunar. „Þetta var nú aðallega ónæði og mestmegnis fólk að rífast í gegnum „mention“ hjá mér um hvað ég hefði eða hefði ekki mögulega meint og hvernig ég hefði getað orðað þetta betur,“ segir hann.

Þegar líða fór á kvöldið og athyglinni var hvergi nær að linna þá gafst Sigurbjörn upp. „Ég gat ekki lengur notað Twitter og því eyddi ég öllum tístum frá mér í þræðinum og blokkaði þá sem höfðu verið virkastir, til að fá frið fyrir stanslausum tilkynningum um nýjar færslur. Ég hefði mögulega átt að gera það fyrr þar sem síminn varla þagnaði allan daginn.“

Sigurbjörn fékk því frið fyrir áreitinu en samskipti hans og sykurpúðasamlokunnar munu lifa um ókomna tíð. Mögulega eru á ferðinni mest lesnu Twitter-samskipti sem Íslendingur hefur tekið þátt í.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki