fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Eftirherman og þingmaðurinn

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 17. desember 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþingi Íslendinga var sett með pomp og prakt í vikunni. Alls taka nítján nýir þingmenn sæti á löggjafarþinginu en þrettán þeirra hafa aldrei gegnt þingmennsku áður. Einn hinna splunkunýju þingmanna er Bolvíkingurinn Halla Signý Kristjánsdóttir. Halla Signý er fædd á Flateyri en hefur frá árinu 2005 gegnt stöðu fjármálastjóra Bolungarvíkur. Hún skaust óvænt inn á þing á lokametrum alþingiskosninganna og óskaði eftir ársleyfi frá störfum sínum í framhaldi af því. Sögðu gárungar að í ljósi tíðra þingkosninga undanfarið þá hafi Halla Signý ákveðið að fara öllu með gát.

Það sem færri vita er að Halla Signý er systir Jóhannesar Kristjánssonar, dáðustu eftirhermu landsins, en systkinin eru frá bænum Brekku á Ingjaldssandi. Jóhannes hefur gert mörgum þjóðþekktum einstaklingum skil en ein frægasta túlkun hans er eflaust dáðasti sonur Framsóknarflokksins, Guðni Ágústsson. Það kom því skemmtilega á óvart þegar Jóhannes og Guðni tóku höndum saman og fóru að bjóða upp á skemmtidagskrá undir yfirskriftinni „Orginalinn og eftirherman“. Sýningar tvímenninganna hafa notið mikilla vinsælda um allt land og virðist ekkert lát vera á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki