Fréttir

Vindur nær hámarki suðvestanlands í kvöld

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 5. nóvember 2017 18:18

Gert er ráð fyrir því að vindur nái hámarki suðvestanlands, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu, á næstu klukkustundum, þ.e. milli kl. 18 og 22. Eftir klukkan 22 tekur veður að lægja á þessum hluta landsins.

Eftirfarandi upplýsingar um veður og færð hafa borist frá Vegagerðinni:

Horfur eru á að vindur verði í hámarki suðvestanlands frá kl. 18 til 22. Veðurhæð allt að 23-28 m/s og hviður 35-50 m/s. S.s. á Kjalarnesi, í Hvalfirði, undir Hafnarfjalli og í Andakíl. Eins á norðanverðu Snæfellsnesi og undir Eyjafjöllum og við Markarfljót. Einnig á sama tíma mjög hvasst á Suðurnesjum. Lægir suðvestanlands á milli kl. 22 og miðnættis.

Hríðarveður á Vestfjörðum seinna í kvöld og á fjallvegum austanlands verður umtalsverð snjókoma í nótt og til morguns.

Áætlaðar lokanir

Vegagerðin áætlar loka eftirtöldum leiðum seinnipartinn í dag vegna veðurs: Hringveginum frá Markarfljóti að Vík, um Hellisheiði, Þrengsli, Kjalarnes, Hafnarfjall, Lyngdalsheiði og Þingvallaveg um Mosfellsheiði.

Viðbragðsaðilar eru tilbúnir að loka á öllum fyrrgreindum lokunarstöðum ef veðrið versnar.

Færð og aðstæður
Á Suðvesturlandi er greiðfært en mjög hvasst á flestum leiðum. Óveður er á Reykjanesbraut og á Hellisheiði.

Á Vesturlandi er farið er að snjóa á Snæfellsnesi og búið er að loka Fróðárheiði. Óveður er undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi.

Á Vestfjörðum er allvíða hálka eða hálkublettir á vegum, jafnvel sums staðar snjóþekja. Þungfært er orðið á Hrafnseyrarheiði og þæfingur er á Dynjandisheiði.

Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru á flestum vegum á Norðurlandi og sums staðar éljagangur. Skafrenningur er á Víkurskarði.

Vetrarfærð er á Austurlandi, snjóþekja, hálka eða hálkublettir en greiðfært er með suðausturströndinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
í gær

Sigurður var dæmdur fyrir tilefnislausa árás á fanga: „Ég viðurkenni það fúslega að mér urðu á mistök sem ég hef þurft að borga dýru verði“

Sigurður var dæmdur fyrir tilefnislausa árás á fanga: „Ég viðurkenni það fúslega að mér urðu á mistök sem ég hef þurft að borga dýru verði“
Fréttir
í gær

Pétur lokar veginum fyrir „athyglissjúku hyski“ – „Ég er bara búinn að fá upp í háls af helvítis hyski“

Pétur lokar veginum fyrir „athyglissjúku hyski“ – „Ég er bara búinn að fá upp í háls af helvítis hyski“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband – Þuklað á fréttakonu og kysst í beinni útsendingu frá HM: „Við eigum þetta ekki skilið“

Myndband – Þuklað á fréttakonu og kysst í beinni útsendingu frá HM: „Við eigum þetta ekki skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm íslenskir lögreglumenn sendir á HM – Sýna frá störfum sínum á Instagram

Fimm íslenskir lögreglumenn sendir á HM – Sýna frá störfum sínum á Instagram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir þolanda Róbert Downey hvetur til sniðgöngu á HM vörum

Móðir þolanda Róbert Downey hvetur til sniðgöngu á HM vörum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bergvin segir börn ekki þrifin í Vatnaskógi: „Hvað ef börnin missa þvag eða það koma bremsuför?“

Bergvin segir börn ekki þrifin í Vatnaskógi: „Hvað ef börnin missa þvag eða það koma bremsuför?“