„Skrímslin eru við sjálf“

Frumkynþáttahyggja í sögunum – Blámenn, tröll og blemjur

„Fólk sagði að hann væri ekki einn af okkur, hann væri skrímsli“
Arngrímur Vídalín „Fólk sagði að hann væri ekki einn af okkur, hann væri skrímsli“
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Arngrímur Vídalín íslenskufræðingur varði doktorsritgerð sína fimmtudaginn 2. nóvember en hann hefur unnið að henni í fimm ár. Hún ber heitið Skuggsjá sjálfsins og fjallar um skrímsli og afmennskun í íslenskum miðaldabókmenntum. Ritgerðin fellur undir hatt rannsóknarverkefnis Ármanns Jakobssonar um hið yfirnáttúrulega, Encounters with the Paranormal.

Skrímslin á jaðri veraldar

Arngrímur rannsakaði evrópsk lærdómsrit, íslensk rit af sama meiði og íslensk sagnarit. Þessi rit voru skrifuð af lærðum mönnum og kristileg áhrif leyna sér ekki í sagnaritum eins og Íslendingasögunum. Hugmyndirnar um skrímsli koma inn með kristninni en ræturnar liggja í fornöld. Arngrímur segir að gríski sagnaritarinn Heródótus (490–425 f.Kr) hafi fjallað um skrímsli en þó ekki á trúarlegan máta. Plíníus eldri (23–79 e.Kr) fastmótaði hugmyndirnar um skrímsli á framandi slóðum utan Evrópu og þær náðu mikilli útbreiðslu. Ágústínus kirkjufaðir (354–430), einn mesti áhrifamaður kristninnar, færði síðan fyrir því rök að skrímslin væru hluti af sköpunarverki guðs.

Hugmyndirnar ganga í grófum dráttum út á það að utan hinnar kristnu Evrópu, búi þjóðflokkar hættulegra skrímsla af ýmsum toga eða skrímsl eins og Arngrímur kallar þau. Þau má sjá á fjölda landakorta frá miðöldum. „Þessi skrímsl tengjast hugmyndum um endalok heimsins eins og birtist í Opinberunarbókinni. Þá eru það hinar fordæmdu þjóðir, afkomendur Kains og Hams, sem munu berjast með andkristi við endalok heimsins og þar með er búið að undirstrika þennan kjarnaótta við útlendinginn og villutrúarmanninn. Þess vegna er svo mikilvægt að staðsetja þessi fyrirbæri á heimskortum.“

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.