Össur og Linda vilja milljón og afsökunarbeiðni frá Huldu

Ætlar ekki að taka upp veskið - Brá þegar bréfið barst – Reykjavík Ink í aðalhlutverki í nýjum þáttum

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Mér brá auðvitað og fannst þetta óþægilegt,“ segir Hulda Lind Stefánsdóttir en hún hefur verið krafin um afsökunarbeiðni sem skuli birtast í Stundinni og eina milljón króna í skaðabætur vegna ummæla sem hún lét falla í tengslum við fréttaflutning af sprengjuárás á húðflúrstofuna Immortal Art í Hafnarfirði.

Eigendur Immortal art, Ólafía Kristjánsdóttir og Andri Engilbertsson, náðu aldrei að opna stofuna í Hafnarfirði. Nokkrum klukkutímum áður en fyrsti viðskiptavinur átti að mæta í hús, komu tveir menn á skellinöðru, brutu rúðu á stofunni og köstuðu inn tívolíbombu með þeim afleiðingum að eldur kviknaði og innanstokksmunir gjöreyðilögðust. Í kjölfarið voru fimm handteknir en fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald en Hæstiréttur átti eftir að fella úrskurðinn úr gildi nokkrum dögum síðar. Á meðal þeirra sem úrskurðuð voru í gæsluvarðhald en sleppt voru eigendur Reykjavík Ink, Össur Hafþórsson og Linda Mjöll Þorsteinsdóttir.

Í frétt á Stundinni sagði að Ólafíu og Andra hefði í nokkrar vikur verið hótað og árásin verið til að drepa samkeppni á flúrmarkaðinum. Ekki var greint frá hverjir lægu undir grun né að Össur og Linda væru fyrrverandi vinnuveitendur Ólafíu. Í kommentakerfi Stundarinnar lét Stella Rut Sjafnar eftirfarandi ummæli falla:

„Rvk ink stendur á bakvið þetta.“

Hulda Lind tjáði sig undir innleggi Stellu og skrifaði: „Án nokkurs vafa!“

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.