Ólafía og Andri segja alla söguna: „Viljum bara fá að vera í friði“

„Erum að reyna að hefja nýtt líf“ – Vilja kveða allar kjaftasögur í kútinn – Neita að gefast upp – Tvær sprengjuárásir og eitt innbrot

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Ég hafði fylgst með Ólafíu úr fjarlægð, en ég hef lengi haft áhuga á húðflúri og öllu sem því tengist. Ólafía er stórt númer í íslenska húðflúrheiminum og ég var alltaf skotinn í henni,“ segir Andri Már Engilbertsson í samtali við DV, aðspurður hvernig hann kynntist unnustu sinni, Ólafíu Kristjánsdóttur.

Ólafía og Andri hafa verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum eftir að húðflúrstofa í þeirra eigu var gjöreyðilögð. Stofan sem heitir Immortal Art var í Hafnarfirði og átti að opna hana morguninn eftir, þann 1. nóvember. Það varð þó aldrei. Skömmu eftir miðnætti komu tveir menn á skellinöðru, stoppuðu hjá stofunni, brutu rúðu og köstuðu inn tívolíbombu með þeim afleiðingum að eldur kviknaði og innanstokksmunir gjöreyðilögðust. Í kjölfarið voru fimm handteknir en fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald en Hæstiréttur átti eftir að fella úrskurðinn úr gildi nokkrum dögum síðar.

Andri og Ólafía vilja ekki nafngreina fólkið sem þau telja að liggi undir grun. Þau ákváðu að stíga fram og segja alla söguna til að leiðrétta sögusagnir sem reynt hafi verið að koma af stað um að Ólafía hafi óhreint mjöl í pokahorninu.

Vilja fá að vera í friði

Ólafía og Andri hafa greint stuttlega frá því að þau hafi sætt hótunum í aðdraganda þess að opna átti stofuna. Þau settust niður með blaðamönnum DV til að segja alla söguna en þau stefna á að opna stofuna að nýju fljótlega.

„Við erum venjulegt fólk sem er með heiðarlegan rekstur og erum bara að reyna að hefja nýtt líf saman,“ segir Andri.

„Við viljum bara fá að vera í friði,“ bætir Ólafía við.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.