fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Votta ástvinum Birnu innilega samúð

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 22. janúar 2017 17:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Um klukkan eitt í dag fann áhöfn TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, lík í fjörunni rétt vestur af Selvogsvita, sem er um 15 kílómetra vestur af Þorlákshöfn. Þyrlan lenti skammt frá vettvanginum og var lögreglu strax gert viðvart. Hún kom á staðinn skömmu síðar. Talið er að líkið sé af Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag fyrir rúmri viku.“

Þetta kemur fram í tilkynningu frá landhelgisgæslunni. TF-LIF fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 10:40. Áformað var að fljúga með fram strandlengjunni frá Hafnarfirði, vestur fyrir Garðskaga og Reykjanes og allt austur að Þjórsárósum. Þyrlan lenti á Reykjavíkurflugvelli klukkan 16:10.

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur undanfarna daga tekið þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur. TF-LIF flutti sérsveitarmenn um borð í danska herskipið Tríton og grænlenska togarann Polar Nanoq í nýliðinni viku. Þá leituðu kafarar Landhelgisgæslunnar í Hafnarfjarðarhöfn að vísbendingum sem varpað gætu ljósi á hvarf Birnu. Bátarnir Baldur og Óðinn voru notaðir við leitina.

Landhelgisgæslan vottar ástvinum Birnu Brjánsdóttur innilega samúð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki